Samminn

22.11.06

Hér sé snjór, og smá fréttir

Vúbbs ... bið alla vini og félaga margfaldrar afsökunar á bloggleysi. Þetta gengur auðvitað ekki, ekki síst í ljósi þess að flestir þeirra eru staddir erlendis og vilja (vonandi) vita hvað gengur á, svona milli þess sem maður opnar msn...

Í fréttum er þetta helst (daddaddarraddddaddddaa (svona fréttastofustef)):

Gullvagninn situr á kviðnum á Haðarstíg í miðborg Reykjavíkur, hvar hann kemst hvorki lönd né strönd. Minn besti vinur þessa dagana er Gula limósínan ... nei ekki Goldfingerlimminn, heldur Strætó bs. Tveir jafnfljótir og kuldaskór eru gott stuðningstæki líka...

Nóg að gera í vinnunni, við að bjarga borginni. Eins og alltaf. Hef reyndar ekki náð að troða mér á málþing eða í sjónvarpið síðan í september. Slakur árangur. Stendur til bóta...

Fræðslufíknin er að kvelja mig þessa dagana. Langar mikið út í meira nám þessa dagana. Spurning hvenær og hvert ... og reyndar hvað. Urban transport? Urban planning? Regional urban transport planning? Urban design? Sustainable Urban Planning? Svei...

Langar reyndar líka í einhver annars konar ævintýri. Austur-Evrópa og rússneskunámskeið í nokkra mánuði hljómar líka geysivel ...

Annars stefnir í ársbundna Thanksgiving hátíð hjá Stebba bro og Ingu Mákku um helgina. Þar verður einum fylltum kalkún slátrað í bakgarðinum og hann étinn um kvöldið.

Meira síðar!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home