Samminn

25.12.06

Jóladagur 2006

Desembermánuður meira og minna fokinn fram hjá. Kominn jóladagur og fjölskyldan á fullu að undirbúa árlegt jólaboð, með dæmigerðri uppstillingu. Hangikjöti, jólablandi, grænum baunum og Pictionary um kvöldið. Hefðbundið og hressandi svo sem...

Udflugt til Köben framundan. Skýst út í fimm daga og fjórar nætur. Gisti hjá Jakobi Boman félaga frá Línuhönnun og systur hans, sem búa - að ég held - á mjög fínum stað. Verð eitthvað með Pippa og Arneyju líka og allt stefnir í gott djamm á Jazzhouse eða öðrum góðum stöðum...

Fínu vetrarúlpunni minni sennilega stolið af Oliver um þarsíðustu helgi. Allaveganna hefur hún ekki komið aftur í leitirnar. Það stefnir því allt í leitun að nýrri úlpu á útsölum úti í Kbh. eða hér heima eftir jólin. Ætli maður styrki ekki sitt fólk úti í Köben og kíki í Magasín eða Illum. Áfram Baugur!

3 Comments:

  • Gleðileg jól Sammi! Vona að þú hagir þér vel og sýnir rétta jólaandann út í útlöndum :)

    By Anonymous Anonymous, at 4:20 PM  

  • Jesús, við verðum að fara að blogga minn kæri og jafnframt langelsti vinur, þú ert jafn latur í þessu og ég :).

    By Blogger Svenster, at 4:53 AM  

  • já. Þetta er lélegt.

    By Blogger Samuel, at 7:57 PM  

Post a Comment

<< Home