Samminn

21.5.07

Árósar og Middelfart újee

Sit hér í stofunni hjá Mása í Árósum. Búinn að vera hérna í tvo daga og fer væntanlega til Middelfart í kvöld. Verð á námskeiði tvo næstu daga þar.

Ég kom seint til Árósa seint á laugardagskvöldið. Fluginu seinkaði um hálftíma sem varð til þess að ég náði ekki tíu-lestinni frá Köben, heldur varð ég að bíða til hálftólf. Allt lokað á Kastrup þegar við lentum svo ég tók Malmö-lestina inn á aðaljárnbrautastöð og fékk mér sveittan Big-Mac þar. Nokkrar gamlar og góðar minningar sem hrönnuðust upp við það. Ófá skipti sem maður hrökklaðist þangað inn undir lokin á góðu djammi. Ekki tók betra við, heldur tók gamall róni upp á því að fleygja farangurskerru og töskum út á lestarsporið í þann mund sem ICE-lestin renndi í hlaðið á brautarstöðina. Tuðaði mikið og reifst við starfsmenn. Hann hefur sennilega fengið að gista nóttina í fangageymslunum. Enn seinkaði mér við það, en þó ekki nema um tíu mínútur.

Kom til Árósa hálfþrjú um nóttina. Mása seinkaði líka þar sem hann var að hreinsa upp pókerborðin í lókal-spilavítinu. Við hentum farangrinum inn í íbúð og kíktum á dreggjar laugardagsdjammsins. Stóð stutt yfir og fórum upp í íbúð um kl. fimm.

Tókum nettan bíltúr til Silkeborg á sunnudaginn. Rúntuðum um hinar fögru sveitir Jótlands. Fátt betra en það. Kíktum niður á ströndina í Árósum eftir það. Ekkert verulegt sólbað, enda aðstaðan lokuð vegna viðgerða. Lágum þó í hægðum okkar á timburpalli mót sunnanáttinni, og náðum okkur í smá lit. Fyrsti liturinn sem skín á minn föla kropp þetta árið. Ágætis undirbúningur fyrir ströndina í Obolon í Kiev, sem er býður mín eftir ekkert allt of langan tíma.

Í kvöld tek ég lestina til Middelfart og skrái mig inn á hótelið sem ég mun gista á. Í fyrramálið hefst námskeiðið og stendur fram á dag.

Allt mjög hressandi. Indeed...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home