Samminn

30.10.02

Þá er maður opinberlega farinn að undirbúa fyrirlesturinn við Mastersvörnina. Powerpoint und alles. Annars er mér að takast að leigja út herbergið a.m.k. til jóla þannig að það er allt í gangi. Fékk póst aftur frá Trölla í dag sem sagði að hann og GI Jane ætluðu að gista hjá frumbyggjum í Indónesíu í upp undir viku....... það getur ekki verið annað en spennandi. Ég hefði nú persónulega neitað að fara til Indónesíu eftir vesenið á Balí, en þau verða að fá að ráða ferðum sínum. Annars var ég að frétta að það þarf sennilega VISA fyrirfram inn í Víetnam þannig að það getur verið að ég þurfi að hendast að redda því fyrir okkur. Það ætti að taka eina viku c.a. Ef það heppnast ekki að þá neyðumst við til að redda því í Singapore og hugsanlega bíða eftir því í einhverja daga. Þetta reddast allt saman.

Það verður Kökkenfest á ganginum mínum á laugardaginn. Er að vinna í því að bjóða einhverjum klassískum stuðboltum til að tryggja gott fjör. Það er lítið mál því hún Heidi við hliðina á ætlar að koma með einhverjar tíu vinkonur sínar úr Kaupmannahafnarháskóla. Það tryggir góð viðbrögð allra sem ég tala við.

29.10.02

Annars er það af ferðatilhögun að frétta að ég gerði mér bæjarferð í dag til að endurnýja nærbuxnakostinn. Ekki veitir af þar sem "sælirerufátækirþvíþeirgetaklóraðsérígegnumgötin" - götin voru orðin óþægilega mörg og sumar buxurnar varla héldu aftur af .... þiðvitiðhvað. Trölli sendi mér síðan póst í dag og spurði hvort ég gæti ekki breytt miðanum og komið út med det samme þar sem ég væri búinn með verkefnið. Ég benti honum á hömlurnar á því þar sem ég átti eftir að verja tímamótaverkið og fá gullorðu DTU fyrir framlag mitt til skólans (ok ok ég er að ýkja hérna). Sennilega vill Trölli losna við Barbarelluna sem fyrst og hefja nýtt líf í Asíu sem fygldarsveinn minn, bréfið hljómaði þannig. En ætli það. Ég neyðist til að halda mig við fyrri ætlanir og leggja í'ann þann 15 nóv.

28.10.02

Hvað er málið með Dani og dúkkur?!? ekki nóg með það að DSB kemur með nýjar auglýsingar á mánaðarfresti með bílistanum Harry sem er í raun týpískur Íslendingur því gerir sér ekki grein fyrir kostum þess að nota innanbæjarlestirnar í Köben og er sífellt að þrjóskast að troða sér í bæinn á gömlu Cortínunni sinni. Síðan voru það Sonofon-Susie og Lille Leif ...... og meira að segja Baunarnir voru orðnir þreyttir. En neeeei þarf ekki að koma enn eitt brúðuparið sem meira að segja er farið að troða inn í sjálfa þættina!!!! Var að horfa á Will&Grace og kemur þá ekki ein helv. dúkkan í forgrunn og spígsporar yfir skjáinn .... OFANÍ Will&Grace, þetta er bara svívirðilegt. Ég meina kommmonnnn. Er ekki kominn tími til að skipta um sokka hérna?

27.10.02

Ekki fann maður neitt bitastætt í Fisketorvet mollinu né annars staðar. Það virðast ekki vera útivistarbúðir á hverju strái hérna eins og heima. Að vísu fann ég útivistarbúð rétt við Nörreport eftir að hafa horft á glæstan sigur Liverpool manna á vesældarliðinu Tottenham Hottspör. Ætli maður bregði sér ekki þangað í vikunni til að kaupa ofurstuttar og níðþröngar stuttbuxur. Maður verður nú að kanna ný lönd með stæl. Spurning um hvort það sé ekki upplagt að ferðast í góðum þýskum Lederhosen. Þær lofta minnsta kosti vel.


Ég fékk póst frá Trölla í dag. Hann er staddur í Kuala Lumpur í 30 stiga hita og er farinn að hlakka til að geta byrjað að ferðast með mér. Barbarellan (kvenkyns liðþjálfi í danska hernum, ca. 22 ára !!! ) sem hann er að ferðast með núna er farin að fara eitthvað í pirrurnar á honum. Þau eru ekki með alveg sömu hugmyndir um hvað á að gera og hvert á að fara. Ég býst því við að það skilji leiðir þegar ég mæti á svæðið enda talaði hún um að fara til Filipseyja á eigin spýtur þegar ég kæmi út. Ég hef aldrei hitt hana þannig að ég er bara feginn. Þau eru annars á leiðinni til Indonesiu, Sumatra, þannig að ég benti honum á það væri varað við því að ferðast þangað. Veit ekki hvort þau hafa heyrt af atburðunum á Bali.

Annars er bísna margt sem þarf að gera í vikunni, panta tíma hjá tannlækni (ekki gott að þurfa að láta draga úr sér tennurnar hjá einhverjum skottulækni í Vietnam), tala við lækni um hvort ég þurfi að fara aftur í bólusetningu, kaupa birgðir af malaríutöflum, redda herberginu þannig að ég þurfi ekki að flytja út um leið og ég kem til baka, og margt annað. En ætli ég byrji ekki á því að taka til og ryksuga í herberginu, ekki veitir af eftir mánaða niðurníðslu ..... ó mæ godd.

25.10.02

Ef pósturinn minn hefur komist til skila í gær ad thá ætti hálf thjódin ad vera farin ad kíkja hingad inn reglulega. Thad er thví pressa ad halda vid einhverju nýju og fersku efni. Undirbúningsstigid er enn frekar rólegt. Ég ætla samt ad fara á eftir í stórcentrid hérna í bænum og tékka á gódum ferdabuxum. Trölli sagdi mér ad taka med thrjár gódar stuttbuxum med nóg af hlidarvösum. Ég á engar thannig ad madur neydist til ad fjárfesta í nokkrum slíkum. Annars er madur hrikalega latur eftir verkefnisskilin. Thad var rétt ad madur fór á fætur ádan til ad kíkja í hádegismat í kantínuna.

24.10.02

Það er ólíkt betra að vera með íslenskt lyklaborð. Það er annars lúxus sem verður erfitt að fylgja eftir í Asíu.

Að öðru leyti vildi ég gjarnan upplýsa um þær heimasíður sem er gott að kíkja inn á þegar er verið að undirbúa svona langreisu á eigin vegum. Fyrst er að nefna auðvitað Lonely Planet heimasíðuna sem er endalaus uppspretta af upplýsingum, sérstaklega thorn tree það er fólk getur skipst á upplýsingum um hvaða landsvæði sem er í heiminum. Í Danmörku er síðan Backpacker.dk bísna góð. Það var inni á henni sem ég komst í samband við Trölla. Eins og staðan er núna er ferðaplanið þannig að við fljúgum frá Singapore til Hanoi og munum ferðast þaðan landleiðina niður í gegn um Víetnam til Ho Chi Minh borgar, og þaðan í gegn um Cambódíu og endum í Bangkok.

Fólk rekur eflaust upp augun þegar það sér Cambódíu og hugsar strax um Killing Fields, Pol Pot og rauðu Khmerana. Málið er hins vegar að Khmerunum var steypt af stóli fyrir rúmum tíu áraum og síðustu fjögur árin hafa verið þau friðsælustu í landinu síðustu þrjá áratugi. Það er orðið tiltölulega öruggt að ferðast það, nema ef fólk er að þvælast á fáfarnar slóðir.

Thetta er ofsasvalt, loksins getur hinn almenni borgari fengid ad vita hvernig Samminn hugsar og séd hvernig hann ausir endalausri visku og speki á thessari sídu. Njótid vel og verid velkomin.

Ég er ad vonast til ad med thessari sídu getid thid, vinir, vandamenn og adrir addáendur, fylgst med ævintýrum Sammanns í Sudaustur Asíu thar sem hann ásamt hinum hundtrygga adstodarmanni, Baunanum Troels Bøgh Nielsen (Trölla), fara ótrodnar slódir og uppgötva nýja menningarheima og fornar borgir. Litli Baunverski thrællinn minn er farinn út nú thegar ad undirbúa komu Sammanns til Asíu, afla sambanda og allra naudsynlegra gagna til ferdarinnar. Thessi heimshluti á ekki eftir ad fara varhluta af veru Sammanns í heila tvo mánudi. Danmörk er til dæmis stax ordin miklu betri stadur eftir thessa tveggja ára dvöl mína vid DTU og nú vilja Thjódverjarnir fá mig til sín til ad laga thad sem betur má fara. Ég sagdi theim ad leggja nidur thýskan tónlistaridnad og their ætla ad hugsa sig um. Helmut Lotti var víst ekki hress thegar hann frétti thetta.

Ad ödrum fréttum er thad helst ad nýtt tímamótaverk í skipulagssögu heimsins komst á prent í gær thegar Master's verkefnid mitt var prentad út í lit á glanspappír med öllu. Eftir gott sólarhringssession á skrifstofunni fór ég med verkid í prentun og hentist nidur í bæ og lét censorinn minn fá eitt eintak í hendurnar. Hann var sídast á Íslandi fyrir 20 árum og áhugasamur um verkefnid. Ég fór sídan ad sofa seint í nótt og svaf í 11 tíma. Eintök af verkefninu eru avíst farin ad seljast á tæplega milljón stykkid á svarta markadnum.

humm.... spurning hvort thetta sé ad virka hjá mér, check it

test-test-test