Ekki fann maður neitt bitastætt í Fisketorvet mollinu né annars staðar. Það virðast ekki vera útivistarbúðir á hverju strái hérna eins og heima. Að vísu fann ég útivistarbúð rétt við Nörreport eftir að hafa horft á glæstan sigur Liverpool manna á vesældarliðinu Tottenham Hottspör. Ætli maður bregði sér ekki þangað í vikunni til að kaupa ofurstuttar og níðþröngar stuttbuxur. Maður verður nú að kanna ný lönd með stæl. Spurning um hvort það sé ekki upplagt að ferðast í góðum þýskum Lederhosen. Þær lofta minnsta kosti vel.
Ég fékk póst frá Trölla í dag. Hann er staddur í Kuala Lumpur í 30 stiga hita og er farinn að hlakka til að geta byrjað að ferðast með mér. Barbarellan (kvenkyns liðþjálfi í danska hernum, ca. 22 ára !!! ) sem hann er að ferðast með núna er farin að fara eitthvað í pirrurnar á honum. Þau eru ekki með alveg sömu hugmyndir um hvað á að gera og hvert á að fara. Ég býst því við að það skilji leiðir þegar ég mæti á svæðið enda talaði hún um að fara til Filipseyja á eigin spýtur þegar ég kæmi út. Ég hef aldrei hitt hana þannig að ég er bara feginn. Þau eru annars á leiðinni til Indonesiu, Sumatra, þannig að ég benti honum á það væri varað við því að ferðast þangað. Veit ekki hvort þau hafa heyrt af atburðunum á Bali.
Annars er bísna margt sem þarf að gera í vikunni, panta tíma hjá tannlækni (ekki gott að þurfa að láta draga úr sér tennurnar hjá einhverjum skottulækni í Vietnam), tala við lækni um hvort ég þurfi að fara aftur í bólusetningu, kaupa birgðir af malaríutöflum, redda herberginu þannig að ég þurfi ekki að flytja út um leið og ég kem til baka, og margt annað. En ætli ég byrji ekki á því að taka til og ryksuga í herberginu, ekki veitir af eftir mánaða niðurníðslu ..... ó mæ godd.
Ég fékk póst frá Trölla í dag. Hann er staddur í Kuala Lumpur í 30 stiga hita og er farinn að hlakka til að geta byrjað að ferðast með mér. Barbarellan (kvenkyns liðþjálfi í danska hernum, ca. 22 ára !!! ) sem hann er að ferðast með núna er farin að fara eitthvað í pirrurnar á honum. Þau eru ekki með alveg sömu hugmyndir um hvað á að gera og hvert á að fara. Ég býst því við að það skilji leiðir þegar ég mæti á svæðið enda talaði hún um að fara til Filipseyja á eigin spýtur þegar ég kæmi út. Ég hef aldrei hitt hana þannig að ég er bara feginn. Þau eru annars á leiðinni til Indonesiu, Sumatra, þannig að ég benti honum á það væri varað við því að ferðast þangað. Veit ekki hvort þau hafa heyrt af atburðunum á Bali.
Annars er bísna margt sem þarf að gera í vikunni, panta tíma hjá tannlækni (ekki gott að þurfa að láta draga úr sér tennurnar hjá einhverjum skottulækni í Vietnam), tala við lækni um hvort ég þurfi að fara aftur í bólusetningu, kaupa birgðir af malaríutöflum, redda herberginu þannig að ég þurfi ekki að flytja út um leið og ég kem til baka, og margt annað. En ætli ég byrji ekki á því að taka til og ryksuga í herberginu, ekki veitir af eftir mánaða niðurníðslu ..... ó mæ godd.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home