Samminn

29.10.02

Annars er það af ferðatilhögun að frétta að ég gerði mér bæjarferð í dag til að endurnýja nærbuxnakostinn. Ekki veitir af þar sem "sælirerufátækirþvíþeirgetaklóraðsérígegnumgötin" - götin voru orðin óþægilega mörg og sumar buxurnar varla héldu aftur af .... þiðvitiðhvað. Trölli sendi mér síðan póst í dag og spurði hvort ég gæti ekki breytt miðanum og komið út med det samme þar sem ég væri búinn með verkefnið. Ég benti honum á hömlurnar á því þar sem ég átti eftir að verja tímamótaverkið og fá gullorðu DTU fyrir framlag mitt til skólans (ok ok ég er að ýkja hérna). Sennilega vill Trölli losna við Barbarelluna sem fyrst og hefja nýtt líf í Asíu sem fygldarsveinn minn, bréfið hljómaði þannig. En ætli það. Ég neyðist til að halda mig við fyrri ætlanir og leggja í'ann þann 15 nóv.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home