Samminn

22.3.07

Andnauð

Ljómandi gaman að skella sér í interval tíma í Laugum eftir eitt stykki flensu. Eftir svona rétt rúman hálfan tímann var minn kominn í andnauð. Rjóður og blásandi eins hvalur. Hressandi fyrir framan stelpurnar í tímanum.

Síðan beint úr Laugum í keilu með vinnunni seinna í kvöld. Öl og pizza.

Íbúð í Kiev á 400 dollara fyrir mánuðinn? Ég held það bara.

21.3.07

Ekkert blogg?!

Hmm ... ég hef ekkert bloggað núna í þrjá mánuði. Enda svo sem ekki mikið sem gerst hefur á þessum tíma. Þó þetta:

- Nýtt ár er gengið í garð
- Benzinn seldist ekki fyrir jólin, hikstar enn greyið
- Fylgdist með Svennster rúlla upp Júróvissjon. Hver veit nema maður stökkvi út
- Mási á leiðinni í víking til Árósa í 3 ár. Stutt skref í leiðinni að valdatöku yfir Austur-Evrópu
- Andri orðinn doktor. Kemur hann heim á Klaka?
- Rikki kominn til LA. Hlaut að enda í Kaliforníu drengurinn
- Búinn að plana sumarfríið, surprise news later
- Hef ákveðið að taka GRE og TOEFL næsta haust
- Fer í mína fyrstu rauðvínssmökkun í kvöld
- Skrapp í Bláa Lónið á sunnudaginn ... varð kalt á hausnum, ekki gott í ljósi þess að:
- Fékk flensuna um daginn, er eiginlega enn að ná mér
- Mæti sprækur í Laugar þegar ég er ekki með flensu