Samminn

30.6.03

Hróarskelda sveik engan og allra síst mig. Gærkvöldid var ein stormandi lukka med tónleikum Massive Attack (alger snilld) og Bjarkar um kvöldid. Fyrr um daginn tékkadi ég á Xzibit og The Sounds (We´re not living in America). Laugardagurinn var frekar slappur. Camp Olís gerdi góda lukku med fánann góda frá Íslandi, og flaggstöngina sem ég reddadi fyrir kampinn okkar. Sjálfur Óli Páll frá Rás 2 spjalladi vid okkur og tók mynd ;)

Mín persónulega stigagjöf fyrir hátídina (6 stjörnur max.):
Electric 6: ****
Interpol: ***
Metallica ****** (fyrsta sinn sem ég sé gömlu átrúnadargodin á tónleikum... sjötta stjarnan)
The Streets: ****
Iron Maiden: ***** (alger hressleiki í gömlu mönnunum. Eddie sjálfur (4m) mætti á svidid undir lokin)
Sigur Rós: ***** (annar hver madur vel útúrreyktur á tónleikunum, ekki skrítid)
Coldplay: **** (missti af theim ad stóru leyti reyndar, sem hefur áhrif audvitad)
De La Soul: **** ( of stuttir, adeins klukkutími)
Lemon Jelly: ***
Dirty Vegas: ***** (eiga framtíd fyrir sér)
Chicks on Speed: *** (fyrir frumleikann, lítid annad)
Immortal: **** (gamaldags blackmetall frá Noregi sem keyrdi verulega thétt. Einhæf lög, eins og títt er í thessum geira)
The Sounds: *** (eiga eitt gott lag, restin slök)
Xzibit: **** (of stutt eins og De La Soul)
Queens of the Stone Age: *** (ofmetin grúppa, rétt eins og Nirvana)
Massive Attack: ****** (tær snilld)
Björk: ****** (mikilfengnir tónleikar, flugeldar og kyndlar. Björk var komin med gömlu Tappa Tíkarrass klippinguna, og fær * fyrir)

24.6.03

Helginni reddad, kominn med mida á Roskilde. Hressleikastudullinn fer vaxandi, enn leidinlegt vedur, og enn leidindakvef svo studullinn er einungus rétt vid medallag. Stefnir í meiri hressleika í lok vikunnar thegar vedur ku eiga ad batna og kvef vonandi horfid ...

21.6.03

Einn gódur fyrir femínistana, úr "Blame it on Rio" med Michael Caine: "The only time men dont know what they are thinking is when they are doing what they think"

Hressleikinn stigmagnast, en á samt langt í land. Enn slappur, enn enginn midi á Roskilde, leidinlegt vedur, fjarstýringin ad sjónvarpinu enn bilud ...

Lögmálid um frambod og eftirspurn veitir Hróarskeldu enga undanthágu. Midar á svarta markadnum (betur thekktur sem "Den Blå Avis") komnir upp í tæpa thrjú thúsund danskar. Baunarnir eru semsagt bissnesskallar eftir allt saman ...

20.6.03

Uppselt á Hróarskeldu og ég veikur. Hressleikinn er í lágmarki.

17.6.03

Kominn til Baunaveldis á ný. Express er bara fínt flugfélag, nema hvad bidrödin á Leifsstöd er ekki ad gera góda hluti. Thad var byrjad ad hleypa um bord um leid og Samminn komst í gegn um öryggishlidid. Tók lest og strætó heim á Kampsax. Fattadi af hverju íslenskum strætóbílstjórum gengur alltaf svona vel í ökuleikni á móti kollegum sínum í Skandinavíu ... thad er audvitad vegna thess ad bílstórar í Skandinavíu eru ekki vanir ad keyra tóma strætóa ... kemur theim í eitthvad óstud svona ;)

11.6.03

PISTILL VIKUNNAR "Kaaaaaaa ertekki á bíl maaaaaaaaaaaar?!?!" - - - - - - - Allt er best á Íslandi og "The Icelandic Way" er að sjálfsögðu hinn eini sanni lífsmáti. Dirfist fólk að brjóta upp það mynstur má það einfaldlega þjást. Þetta kemur alltaf skemmtilega í ljós þegar maður prufar að brjótast aðeins úr þessu mynstri, einkum og sér í lagi þegar kemur að samgöngum í Borg Óttans og Úthverfi Draumanna. Hinn eini sanni ferðamáti innan höfuðborgarinna er bíllinn ... dirfist þú að bjóða þeirri höfuðreglu birginn máttu einfaldlega þjást. Í Borg Óttans hafa menn fyrir löngu komist að þeirri skoðun að best sé að hola öllum borgurunum í einkabílinn, það sé einfaldlega best. Menn hafa semsagt, eins og svo oft áður, komist að annarri niðurstöðu heldur en á meginlandi Evrópu, að bíllinn og borgin séu í eðli sínu náttúrulegir fjendur. Í Borg Óttans skilja menn ekkert í því þegar á meginlandi Evrópu (og meira að segja er vísir að því í Landi Hinna Hugrökku og Heimili Hinna Frjálsu vestan hafs) er verið að gera allt til þess að minnka hlut einkabílsins og gera borgirnar vistvænni og mannlegri fyrir vikið. Bílamannvirki eru lágmörkuð að stærð og jafnvel lögð niður. Segja þeir það gera borgirnar betri þar sem fjölbreytni í samgöngumátum eykst og bætir samkeppnisstöðu þeirra gagnvart öðrum borgum. Það er auðvitað alveg fáránlegt að gera þetta, flækir bara málin. Allir eiga að vera á bíl og hananú. Eins og Homer Simpson sagði einu sinni "Public transport is for loosers". Allir peningar til samgangna í Borg Óttans fara í milljarða tali í mislæg gatnamót og auðvitað er best að hafa þau sem víðfeðmust og flóknust til að tryggja að hjólandi og gangandi reyni aldrei í lífi sínu að fara um þau, restin fer í endalausar malbiksyfirlagnir á hverju vori þannig gata er með góðan hrygg eftir tíu umferðir eða svo. Auðvitað á ekki að eyða minnstu krónu í það að laga göngustígi og gera þá huggilega, ekki ræða það að gera hjólastíga, ef þetta neðanmálsfólk getur ekki reddað sér bíl má það bara labba á 30 gamalli steinsteyptri gangstétt (ef það er heppið) og dást að hinu grænu graslendum Reykjavíkur bragðbættum með ryki og hávaða frá hinum einu sönnu borgurum, sigurvegurunum, sem aka um skælbrosandi á sínum fjögurra hjóla mánaðalegu afborgunum. Að láta sér detta það í hug að gefa fólki kost á því að geta VALIÐ milli þess að fara á bíl, hjóla, eða taka strætó til að sinna daglegum erindum er auðvitað mesta vitleysa. Þú getur bara hjólað úti í Heiðmörk um helgar og labbað í garðinum þínum í Úthverfi Draumanna.

Ekki er nóg með það að best sé að allir séu á bíl. Það er auðvitað nauðsynlegt að tryggja það að maður sé ekki á neinni druslu. Að keyra um göturnar á ryðguðu braki með, merkilegt nokk, fjórum hjólum og stýri, er auðvitað alveg jafn slæmt og að dirfast þess að ganga, hjóla, eða taka strætó. Þú færð ekki meira respect fyrir það. Það dugar ekkert minna en spánnýr jeppi að fá smá respect á götunum, og auðvitað ekki neitt slor. Best er að það sé Porsche, Lexus eða BMW jeppi, og SIGURVEGARARNIR taka auðvitað hámarkslán hjá Glitni og fjárfesta í áhrifaríkasta BorgarBananum (Urban Assault Vehicle) á borð við Hummer eða breikkaðan LandCruiser.

Þegar á botninn er hvolft mundi Samminn segja, svona óhlutlægt, að Borg Óttans sé alveg fyllilega í stakk búin fyrir borgarsamkeppni 21. aldarinnar, svo fremi sem hún þurfi ekki að keppa við neinar erlendar borgir ...

10.6.03

Land Skattanna eftir tvo daga. Hlakka til að komast í Kantínuna. Sommerfest á Kampsax á laugardaginn ... ég mæti.

9.6.03

Djhöfull er gaman hérna

Reykjavík, Borg Óttans. Ekki gott djamm, félagear hverfa, rigning, vodnur bátur hjá Hlölla ... rigning, dýur leigari heim í úthverfi Draumanna, Garðabær sökkar. Svenni hafðu samband hadna...

8.6.03

Heima á Markarflötinni, í gamla herbergi, með Gulla, drekka bjór, næst bærinn, gott....

6.6.03

Samminn kominn á Klakann enn og aftur. Úr 27 stiga hita og sólskini yfir í 12 stiga dumbung í Borg Óttans. Miður góður díll.

3.6.03

BREAKING NEWS ... Svíar gera hrydjuverkaárás á Noreg............... kannski ekki alveg nýtt, en alltaf jafn fyndid.

Ég get ekki annad en tekid undir thá gagnrýni heima fyrir ad Lögreglan sé frekar vanbúin, sérstaklega thegar kemur ad eftirliti med ofbeldi og ödru tengdu. Í midborg Köben er gód Lögregluvakt og mikill fjöldi lögreglumanna tiltækur. Í grennd vid Strikid hefur Löggan nokkra "riot" bíla alltaf til taks, med menn fullbúna undir átök. Samt eru ólíkt mun færri ólátabelgir á flakki thar en heima í Borg Óttans.