Samminn

28.2.03

Mæli með því að fólk tékki á þessari mynd þegar hún kemur í bíó eða sjónvarp. Eftir einn af fáum bandaríkjamönnum sem missti ekki vitið 9/11.

jæja, á maður ekki að fara að drífa sig í F&F, fimmta daginn í röð. Held þabbara.

Vaknaði með andfælum seint í nótt þegar júnitið hadna, kalltækið gamla á veggnum í herberginu, fór að væla eins og ég veit ekki hvað. Mér varð sérstaklega bylt við þar sem mig hafði verið að dreyma að Saddam væri bara að gera full scale árás á Köben þannig að ég stökk fram í svefnrofunum og réðst á græjuna þar sem ég gat ekki slökkt á óhljóðunum. Ég endaði með því að rífa kalltækið af veggnum með vírum og alles. Rest in pieces.

27.2.03

Mæli með Ölbaren "nu med Neon" næst þegar menn fara til Köben ef þá þyrstir í tékkneskan bjór á Fad. Gambrinu, Budvar og meira að segja Franziskaner.

Mætti fjórða daginn í röð í ræktina. Ekki langt í að maður fari að hætta að drekka vatn og byrja að skera sig :) Annars fer gellunum greinilega fjölgandi í F&F þegar nær dregur helgi. Hvernig ætli þetta verði á morgun, hlakka til nú þegar.

26.2.03

Svei, hafiði tekið eftir því að það er komin íslensk auglýsing í bannerinn fyrir ofan textann á síðunni ...........

Vikan byrjar vel hjá Samma Fittness þar sem hann hefur mætt alla daga í F&F og tekið vel á því. Er á leiðinni út úr dyrunum í þessum töluðu orðum að fara að refsa lóðunum. Ég verð orðinn ekkert smá flottur í lok vikunnar sko......

Kantínan setti nýtt low í gær þegar hún bauð upp á seigt buff löðrandi í einhverri matarolíunni og vibbalegri brúnni sósu, með kartöflum. Ég fór og skilaði því og hélt að þetta hefði nú bara verið lélegt eintak en nei nei, allir hinir diskarnir voru jafn ógeðslegir. Þetta er nú ekkert fyrir Samma Fitness sko ..... læt ekki bjóða mér þetta.

25.2.03

Núna er maður ekki lengur Sammi skvap heldur Sammi FITNESS sko ............ best að gera öllum það ljóst hér og nú að Samminn mun ekki lengur setjast niður og drekka bjór á virkum dögum og gæða sér á pizzum lengur nema á laugardögum. Þessir 8 daga heima á Markarflötinni bættu heilum 3 kílóum á vigtina og ég efast um að það sé vöðvamassi. Annars skiptir það litlu sem engu máli, ég ætlaði taka vel á því núna næstu vikurnar og mánuðina og fara í Form&Fitness alla virka daga. Er kominn með gott prógram sem ég mun fylgja eftir, og felst aðallega í brennslu, en þrjá daga er áhersla á lyftingar einnig. Fór í gær og tók vel á efri líkama. Í dag verður það svo tvíhöfðinn og fætur á morgun. Síðan er spurningin um hvort maður sé mótíveraður allan tímann og hætta ekki.

Mataræðið felst í því að borða upp undir 6 litlar máltíðir á dag og komast hjá því að verða í raun svangur á einhverjum tímapunkti því þá hættir maður á að belgja sig út af mat. Ein skyrdolla er t.d. fyrirtaks máltíð inn á milli, mikið prótein og kalk og seður hungrið ágætlega. Einnig er lykill að drekka mikið vatn til að ná optimal efnaskiptum og brennslu.

Eitt trikk til að halda sér mótíveruðum í líkamsrækt er að gera góða heimasíðu um fitness að upphafssíðu á vafranum þeirra. Ég er kominn með fitnessfréttir sem upphafssíðu, og það er hreint út sagt afbrags heimasíða um málefnið, og minnir mann á morgnana þegar maður kveikir á tölvunni að halda prógraminu lifandi og ekki hætta.

24.2.03

Eitt sem ég pældi í á leiðinni heim með Flugleiðavélinni nýju Snorra Þorfinns ..... var að félagið hefur ekki enn skipt út þessari endalaust hallærislegu airport mússík í vélinni þegar hún er lent. Ég meina kommonn, við Íslendingar erum að gefa okkur út fyrir það að vera að brjóta ný landsvæði í tónlistarheiminum og svo þarf fólk að þjást undir Bryan Adams "I will die for you" spilað með skemmtara !!! á meðan rellan er að lulla að hlaðinu. Þetta er náttúrulega argasta hneysa auðvitað. Og hversu cheesy er það að spila slo-mo myndbandið með Sigur Rós allar 10 mínúturnar á milli "Oliver's Twist" og "Smack the Pony" í fluginu?!? Fyrst Flugleiðir hafa núna 2 milljarða að spila úr þá myndi ég byrja á að upgradera skemmtanastjórann strrrrrax .... og það er lokasvar.

Jæja jæja jæja ......... það er bara talsvert síðan ég setti eitthvað inn hérna. Kominn tími til að slengja fram einhverju sprengiskemmtilegu hérna eins og ævinlega.

15.2.03

Ótrúlegustu staðir í heiminum eru að netvæðast þessa stundina og þar á meðal Markarflöt 24, en merkilegt nokk að þá er þar komin tölva með ADSL Interneti og ég veit ekki hvað!! Annars er maður búinn að vera eins og blóm í eggi hjá Múttu og það er nánast matað ofan í mann kræsingum og kruðeríi. Ég velt heim 10 kílóum þyngri.

12.2.03

Samminn er að fara í Internetleysið á Markarflöt 24 á morgun þannig að ég býst ekki við að uppfæra mikið á Sammanum.blogspot í smá tíma. Reyni hvað ég get að svala forvitnum aðdáendum þó eftir getu!!!!!

MYNDIRNAR FRÁ S-A ASÍU ERU KOMNAR Á NETIÐ. Það eru fjögur gallerý, það fyrsta frá Singapore-Malasíu og Thailandi, það næsta frá Laos, það þriðja frá Vietnam og það fjórða frá Kambódíu. Enjoy!!!

11.2.03

Upp á Klaka á morgun ...... jeeeeee

10.2.03

Ha?!?!? Saddam Hussein eigur at fáa at vita, at spælið er liðugt, segði Bush

9.2.03

Ég varð fórnarlamb Pakkans á föstudagskvölið. Pakkinn er svona sálfræðilegur hernaður sem Daði.raftur tekur á varnarlausa einstaklinga eins og mig og brýtur niður á inna við 5 mínútum, eða réttara sagt, reynir að brjóta niður. Það var þó ekki algerlega raunin og Samminn komst vitaskuld óskaðaður frá því.

Eftir tvö frekar þétt kvöld, annað með kútunum og á TDC í gærkvöldi þá er maður ..... búinn að fylla kvótann?!??! neeeeei, bara rétt að byrja!! Föstudagskvöldið fór í surprise infflutningspartý hjá Hersteini Mark 1.0 hér á Kampsax, Hersteinn Mark 2.0 lét hvergi á sér kræla. Staðir eins og Klaptræet góða og diskóbúllan Dakota eru nöfn sem koma upp í hugann í sambandi við það kvöld. Í gærkvöldi var það TDC á ganginum og af því ég er búinn að hanga hérna svona lengi að þá var herbergið mitt það 7. í röðinni af 13. Nokkuð þéttur fílingur á fólki og digital myndavélin sýndi yfirburði sína á kvöldi sem slíku. Það verða þéttar myndir sem fara á netið bráðlega. Btw, myndirnar frá SA Asíu fara að komast á netið mjög bráðlega!!

6.2.03

Spurning um að gera aðra atlögu að döðlubrauðinu góða ...... ummmmm goootttttt.

Shit's going down in Asia -------- núna var verið að skjóta á rútu nálægt túristaþorpinu Vang Vieng í Laos og drepa fólk, en ég var einmitt þar ..... tvisvar!!! Maður er bara hálf feginn að vera kominn heim aftur. http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/asia-pacific/2732363.stm

Hehe, það er verið að sýna Löður í imbanum hérna ...... þetta er eitt það elsta sem ég man frá því ég var pottormur, þetta og Múmínálfarnir. Muniði eftir búktalaranum með brúðuna, og Billy Crystal sem leikur hommann?

Það stefnir í að ég þurfi að halda fyrirlestur um lokaverkefnið mitt fyrir þungavigtarmönnum í Reykvískri pólitík í þarnæstu viku þar sem búið er að bjóða skipulags og byggingarnefnd Reykjavíkur að hlýða á boðskapinn, ofan í liðið sem ætlar að mæta nú þegar, þ.e. Borgarfræðasetur og fólk frá Skipulags- og Byggingarsviði Reykjavíkur ........svei. Ég þarf að fara að byrja að undirbúa þvæluna.

4.2.03

"Ég fæ minn kraft úr krullunum" (er þetta bumba á Daða?!?!?)

Íris Þórarins á ekki síður heima á Óðali ' 86

Sue your Liusion með Gunna's Roser var ein stærsta plata 9. áratugarins

3.2.03

Eiður Smári er hættur í póker og farinn í verkfræði

Ég legg til að fólk leggi leið sína inn á heimasíðu Naglanna. Þar gefur að líta myndir af gömlum köllum og litlum stelpum (urghh) .

Ég var að frétta að lagið sem Svennicus sendi inn í Eurovision er hugljúf ballaða til heiðurs mér ................. takk Svenni.

Þetta partý var víst að gera góða hluti um helgina ............. hér gefur að líta Gísla Taylor í fullum skrúða og erótískum 80's fíling (já, gott fólk, þá er þetta Gísli "væntanlegur pabbi" Þórmars ... hann er greinilega fæddur einum áratug of snemma og hefði notið sýnt best á Óðali '86).

2.2.03

Hvað þýðir brasan?

Ég var að uppgötva snilldarkaffihús í Köben og besta tsjillstaðinn á föstudagskvöldið. Robert's Coffee í Studiestræde. Góð mússík og þægilegir sófar og bekkir. Merkilegt nokk að þá er staðurinn hluti af finnsk/sænskri keðju og fyrir þá sem eru öflugir í sænsku er þetta lýsingin á staðnum: Den första Robert's Coffee har öppnas i Danmark. Caféet ligger i det gamla latinkortet i Köpenhamns centrum. I det 200 år gamla, nyligen renoverade huset kan du känna den historiska anden.
I källar våningen kan du njuta av ambient jazz framför den stora brasan. I den övre våningen hittar du vårt kaffe- och tesortiment med hög kvalitet. Du kan också njuta av utsikten och se på stadsdelens bohema liv.

Svennicus er kominn í úrslit með lag í íslensku Eurovision keppnina og er búinn að bjóða mér á úrslitakeppnina eftir hálfan mánuð jjjjeeeeeeeeeeeeeeee. Ekki spurning að það er á ferðinni menningarviðburður ársins í íslensku samkvæmislífi!!! Kannski að maður geti minglað með rjóma tónlistariðnaðarins á Íslandi? Ég vona að Svala Björgvins mæti ;)

Humm ....... spurning um að rumpa af einni ljúffengri bananaköku í dag?!!?!??! Schnilld.