Samminn

31.10.05

Happy monday

Október að verða búinn. Manni finnst hann varla vera byrjaður. Jólin á næsta leyti og auðvitað eru allar verslanir farnar að stelast til að setja jólavörur í gluggana og 10-11 búið að stilla upp piparkökunum í þessum týpísku stóru pokum með brosandi jólasvein utan á. Spurning um að kíkja niður í Rammagerð og skoða rafdrifnu jólasveinana og koma sér í jólaandann, alveg eins og í gamla daga.

Reprazent uhu

29.10.05

Úti er ævintýri

Það varð lítið úr áætlaðri sumarbústaðaferð. Veðurgyðjurnar voru augljóslega ekki alveg á því að hleypa liðinu út úr bænum og ákváðu að demba hressandi snjóbyl yfir landann til að tryggja það. Við ákváðum að vera ekkert að þvælast í Munaðarnes í þessu veðri og ég afpantaði bústaðinn. Í staðinn hittist gengið heima hjá Másanum og gripið var í nett pókerspil. Kappinn tók fram þessa líka glæsilegu chipstösku sem hann var nýbúinn að kaupa í Gizmo á Laugaveginum og síðan var spilað fram á nótt undir ljúfum tónum Norah Jones og Tom Waits. Þess má geta að ég kom út í plús upp á heilar 1290ISK... spurning um áhættufjárfestingar fyrir gróðann?

26.10.05

ego

Verð að deila því með ykkur að ég labbaði fram hjá speglinum áðan og eins og alltaf tékkaði á bæseppunum og ... maður ... ég er ekkert smávegis fallegur!! djíss, hvernig er þetta hægt!

Leigjandinn

Hersteinn - a.k.a. Armystone - er bara snilldarleigjandi. Ekki nóg með það að hann kaupir sér glænýja leikjatölvu og að meðaltali einn nýjan leik á dag þá er hann liðtækur kokkur. Hann lét sig ekki muna um það að skvera einum ljúffengum kjúklingarétti í kvöld svo maður liggur hér sæll og glaður...

Best að kíkja aðeins í FEAR - óver end át

25.10.05

Engar neikvæðar bylgjur bitte nu

Don't give me those negative waves Moriarity! It's a mother beautiful bridge, and its gonna be there. Just think beautiful thoughts of the bridge, and its gonna be there.

Þessi fleyga setning úr einni mest hressandi mynd úr safni Clints Eastwood, Kelly's Heroes, þar sem Oddball og crewið hans á þremur hálfónýtum Sherman skriðdrekum bíða færis á að komast yfir Rín, kom í huga mér eftir að hafa blaðrað út úr mér leiðindum og neikvæðni í bloggi hér á laugardagskvöldið síðastliðið. Eitt sem er gott að hafa í huga þegar bloggað er ... að vera ekkert að því þegar komið er heim eftir a night on the town, eins og það heitir.

Ég ætla nú ekki að taka niður þessa færslu, heldur leyfa henni að vera uppi sjálfum mér og öðrum til varnaðar að láta ekki neikvæðni og fýlu ná yfirhöndinni. Nei, nú skal niður með neikvæðnina og upp með jákvæðnina. Enda engin ástæða til annars! Sumarbústaðaferð framundan með mörgum af mínum bestu félögum og hressandi sprell í uppsiglingu! Boyakasha!

Sumarbústaðarferð

Sumarbústaðaferð um næstu helgi með góðvinum lögreglunnar: Svenna, Magga og Ödda? Ég held það bara...

23.10.05

Hösslið, íslenskt kvenfólk og fleira...

Alltaf hressandi að skella sér á Oliver og fylgjast með froðuliðinu metast á í flottheitum og snobbi. Kvöldið í kvöld var reyndar sérstakt fyrir það að það var merkilega eðlilegt lið þar inni. Maður hitti jafnvel fólk sem maður þekkti og gat spjallað við. En mikið lifandis ósköp langar mann lítið að reyna við flestar píurnar þarna inni. Fallegar sumar hverjar já, en af fenginni reynslu þá er ekki til sá kvenmaður þar sem fer saman útlit og aðlaðandi persónuleiki. Og maður er hættur að nenna að veiða einhverjar í næturgamanið. Það er bara degrading og leiðinlegt. Þegar maður er farinn að nálgast þrítugt þá fer maður að velta fyrir sér hvað sé málið. Er kannski ekki til neitt sem heitir frambærileg stelpa þegar komið er talsvert fram í þrítugsaldurinn? Eru frambærilegar stelpur allar löngu komnar í pakkann og voða happý með kallinum sínum í fjögurra herbergja íbúðunum sínum í Grafarvoginum og dökkbláan Golf í bílastæðinu? Eða er einfaldlega ekki markaður fyrir manni sjálfum? Er maður ekki nógu myndarlegur eða vantar meira bling? Er maður kannski að sækja ranga staði? Þetta eru erfiðar spurningar allt saman.

En eitt er víst, að íslenskt kvenfólk höfðar sífellt minna til mín eftir því sem á líður. Þær heilla mann einfaldlega ekki. Það er eitthvað attitude sem fælir mann frá. Einhvers konar viðhorf sem manni grunar að stafi frá kröfunni um að íslenskar konur verði að vera sjálfstæðar og sterkar, að þær geri sér grein fyrir því að þær standi körlunum jafnfætis og geti allt jafn vel. Sem þær og gera, án efa. En þær virðast allar þurfa að vera mjög meðvitaðar um það. Og það er eins og kvenleikinn hafi þurft að hörfa við þessa sífelldu kröfu um að ekki megi leyfa karlkyninu að vera ráðandi. Er íslenskt kvenfólk e.t.v. hægt og bítandi búið að breyta sér í stráka til að standa strákunum jafnfætis? Stelpurnar sem taka þátt í íslenska bachelornum finnst mér gott dæmi um þetta. Þetta eru ekki stelpur að mínu mati. Þetta eru strákar sem eru að taka þátt og berjast um hylli piparsveinsins frá Akureyri. Þessir strákar eru að vísu með kynfæri og útlit kvenmanna, en engin þeirra er kona að mínu mati. Allt hálfgerðir gaurar. Og pínku sjálfumglaðir gaurar ef eitthvað er. Maður sér þær a.m.k. fyrir sér í ropkeppni og reipitogi miklu frekar en í rómantískum göngutúr meðfram bökkum Signu... það er víst.

22.10.05

Hvað er fyndnara en ...

... Óttarr Proppé, fyrrum Ham-ara og núverandi Rass-forsprakka, syngjandi bandaríska þjóðsönginn í Jumbotron á hafnarboltaleik einhvers staðar í miðjum Bandaríkjunum, öskrandi textann við Star Spangled Banner og með höndina yfir brjóstið? Endalaust fyndið, ég hló af mér rassgatið, eins og þarlendir myndu segja...

21.10.05

Samminn í spjallþætti

Jæja, fyrstatímareynsla síðustu viku var að tala á ráðstefnu frammi fyrir 100+ manns. Fyrstatímareynsla þessarar viku er eflaust að fara í útvarpsviðtal, nánar tiltekið í þætti Hallgríms Thorsteinssonar á Talstöðinni í morgun. Merkileg reynsla. Við Bergþóra höfum verið borin nánast á höndunum eftir fyrirlesturinn á laugardaginn og jafnvel talað um tímamótafyrirlestur í bransanum. Hressandi. Áhrifin virðast ætla að skila sér í örlítið framlengdum 15 mínútum af frægð, a.m.k. í bransanum. Efast þó um að þetta skili sér í rakspíraauglýsingum ... en hver veit?!?

Annars hef ég verið að velta fyrir mér þessu framtaki kvenna næsta mánudag. Þ.e. að leggja niður vinnu kl. 14.08 (hef enn ekki komist að því af hverju einmitt 8 mínútur yfir 14 ... einhver dulin meining þar á ferð vænti ég ... ) og minnast frídags kvenna fyrir 30 árum. Þótt ég styðji jafnrétti kvenna og jafnræði þeirra á við karla í þjóðfélaginu þá hef ég alltaf haft efasemdir um að tilgangurinn helgi öll þau meðul sem menn (konur) hafa beitt og viljað beita í þessum göfuga tilgangi. Hafði þennan fyrirvara á mér þegar þessi hugmynd kom fyrst, um að leggja niður vinnu og storma niður á Lækjartorg. En við nánari umhugsun þá er þetta eflaust hið besta mál. Um að gera að minnast dags sem markaði ákveðin tímamót og með þessum hætti. Hvet þess vegna allar konur, og jafnvel karla, til að skunda á Lækjartorg. En í guðanna bænum, reyniði að taka Strætó. Annars verður kvenþjóðin vafrandi hér um miðbæinn og Þingholtin langt fram á nótt ... and we wouldn't want that now would we??

Hanga heima í kvöld eða kíkja á lífið?!? ... hmmm ... stay tuned to find out

Loftbylgjur

Airwaves eða ekki airwaves? Missti svolítið af þessu Airwaves dæmi þegar það byrjaði allt saman hér um árið. Maður var bissí að sötra bjór og liggja í leti í Köben þegar æðið byrjaði og ég hef aldrei náð að gíra mig upp í þetta. Annars er fátt skemmtilegra að en að kíkja á einhver bönd sem maður þekkir ekkert og uppgötva eitthvað nýtt. Sá t.d. Jan Mayen á sennilega þeirra fyrstu eða öðrum tónleikum og sannfærðist um að þarna væri eitthvað jatte kjul á ferðinni. Fátt slær þó við Gugz frænku og hinum hvítklæddu kvenhetjunum í Brúðarbandinu... sem eiga einmitt að spila annað kvöld, I think ...

Spurning um að gíra sig upp og kíkja?

Word out uh

20.10.05

Rökrétt

Hvet alla til að prófa þetta:


Follow these steps:
1- Go to www.google.com
2- Type "Failure"
3- Instead of "search", click "I'm feeling lucky"
4- Isn't it a surprise? :)

19.10.05

Gilli Gill, Villi Vill ... chill

Rétt í þessu var að hringja í mig það sem hljómaði eins og ljúf eldri kona frá kosningaskrifstofu Villa Vill og vildi kanna hvort ég ætlaði að kjósa hann eða Gilla M. ... svei ... maður má ekki rétta litla fingur til nokkurra góðra aðila í pólitík og þá er maður stimplaður með Bláu höndinni og orðinn hluti af flokksvélinni. Mig langaði helst að segja að mig langaði að kjósa hvorugan. Sagðist mundu kjósa Villa Vill til að gleðja sál þessarar ljúfu konu þótt ég geri það líklega ekki. Hafði pínku trú á Gilla Gill í vetur en hann hefur því miður valdið miklum vonbrigðum undanfarið. Fastur í Morfís-mode allan tímann og er hálf pirrandi þegar hann opnar munninn. Ætli hann hafi verið ofvirkur sem barn? Villi Vill er eflaust ágætur sem slíkur, en hann er ekki mjög spennandi borgarstjóraefni, því miður. Útgeislunin er takmörkuð og ekki alveg í takti við ungu kynslóðina í borginni...

Það verður mest spennandi að sjá hvort Dagur B. skelli sér ekki í Sammarann í vetur og bjóði sig fram á móti ... urgh ... Steinunni V Reprazent og Steve-o J. Hann ætti a.m.k. að fá miiiikið af atkvæðum kvenþjóðarinnar, taki maður mið af draumkenndum stunum stelpnanna í vinnunni þegar hann kemur í tal.

Leiters

18.10.05

Oklahoma ... ok!

Jæja, hvað á maður að segja...

Byrja á að afsaka titilinn á póstinum. Er að söngla stef úr söngleiknum Oklahoma og datt ekkert annað í hug þessa stundina...

Sit hér saddur og mettur í lúxushægindastólnum með lappann í kjöltunni og skrifa mína fyrstu bloggfærslu í laaaaangan tíma. Hef alltaf ætlað að kýla á blogg aftur, eftir hinar geysivinsælu bloggfærslur um árið. En það hefur alltaf strandað á vélbúnaði og neti. Núna er maður fær í flestan sjó, kominn með Hæv Læt og búinn að véla nýja, en algerlega ónotaða lappann frá foreldrum mínum. Þeir voru nefnilega svo snjallir að fjárfesta í slíkum grip síðasta vetur en vissu ekkert hvað þau ætluðu að gera með. Með borðtölvu og net heima á Markarflötinni lá þessi elska ónotuð inni í skáp í 6 heila mánuði!! ... þvílík sóun. En nú hefur gripurinn hlotið tilgang í lífi sínu og lyklaborðið gersamlega glóir af ánægju. Nú skal bloggað sem aldrei fyrr.

Ég get lofað aðdáendum mínum nær og fjær lífi og fjöri í bloggfærslum vetrarins. Ævintýrin leynast víða og ekki síst í kring um mig! ... mjámm. Hmm. Ég ætla a.m.k. að reyna að ýkja þetta nægilega mikið til að breiða lit og lífi yfir grámyglu haustins. Þangað til næst segi ég bara, au revoir, auf wiedersehen, so long and so far.