Samminn

28.2.06

Back from the States...

Þá er vísitasíu til Hinna fögru Bandaríkja lokið. Flugvélin snerti malbikið í Keflavík rétt fyrir kl. 6 í morgun og hið ástfagra ilhýra tók á móti kappanum með heiðskírum himni, fuglasöngi og ungum ástföngnum pörum sem leiddust meðfram ströndinni...

Slapp óskaddaður í gegn um eftirlit, málmleit og tollgæslumenn ... að mestu. Lenti í pínku sérstöku tilviki við málmleitarhliðið í Baltimore. Þegar ég var nýstiginn í gegn um hliðið og var að klæða mig í skóna (sem voru auðvitað sendir í gegn um hliðið líka) vindur sér upp að mér íturvaxinn kani í einkennisbúning og fer að spyrja mig spurninga um Ísland og ferðina. Spurninga eins og "já ertu að fara til Íslands, en frábært, þangað langar mig að fara óóóbojjj, hvað tekur annars langan tíma að fara frá Íslandi til Svíþjóðar? Þrjá tíma sirka jaaaáá, en hvernig er aftur hitastigið á veturna? Ekki of kalt nei? Ekki eins og Grænland nei?" ... og bla bla bla.

Augljóslega ekki fullkomlega einlægur áhugi þarna á ferðinni. Mig langaði að spyrja að því hvort hann væri nokkuð drukkinn, en ætli ég hefði sloppið í flugið annars...

Lít ég út eins og næsti "skóbombarinn" kannski? úff... verð að hafa samband við tískulöggurnar í vikunni.

Flugum yfir austurströnd USA í heiðskíru. Philly og Stóra Eplið blöstu við í allri sinni dýrð. Ég sat með andlitið límt við gluggann og virti fyrir mér dýrðina í rúman klukkutíma. Á meðan aðrir lásu bækur eða voru búnir að leggja undir flatt og farnir að sofa. Svona er maður nú mikill pervert...

Meira síðar...

Word

22.2.06

Supersize Me

Jæja, ætli maður bregði ekki undir sig betri fætinum á morgun. Stefnan er tekið á stærsta fat-camp heimsins, nefnilega hina friðelskandi frelsibera heimsins, Bandaríki Norður-Ameríku.

Leiðin liggur út á Leifstöð um hádegisbil á morgun (miðvikudegi) og 10 tímum seinna getur maður skroppið út á KFC í Baltimore og fengið einn supersized.

Dagskráin virðist vera nokkuð þétt setin og spennandi. Í fyrsta lagi fær maður að upplifa hin frægu vikulegu fimmtudagskvöld sem Snæbjörn rómaði allt síðasta sumar. Þar hittist víst stór vinahópur og eldar eitthvað ljúffengt í góðra vina hópi. Eitthvað sem gaurar hérna mættum taka til fyrirmyndar? Síðan er stefnan tekin á Vosbúðartún. Maður kastar kveðju á Búss og þakkar góð störf. Hugsanlega kastar maður líka kveðju á nafna hans Washington og tékkar á Víetnam minnismerkinu.

Að lokum er heljarinnar ball hjá Snæbirni og félögum hans í John Hopkins. Yours truly fær að fljóta með og kynnast partístemningu the American way.

Hugsa að ég reyni að logga mig inn hjá Snæbirni og blogga eitthvað frá Nýja Heiminum. Fylgist spennt með ævintýrum Sammans í USA!!! ... it'll blow you.

15.2.06

Kynvilltir kúrekar og áttavilltur leikstjóri

Upplifði það á rúmum tveimur tímum hvernig það er að vera hommi á hestbaki. Og fyrir mína parta þá held ég að ég afþakki pent. Frábær leikur, fallegar myndir frá Fjalli hinnu löskuðu mjóhryggja og ljúf tónlist (ekki síst alkunnir slagarar Johnny Cash í hléinu) komu ekki í veg fyrir heldur dapran útreiðatúr í Regnbogann. Enn meira hressandi að hlusta á tuðið í Másanum þegar myndin var búin "ég held að það hljóti að hafa verið Páll Óskar sem gaf henni fimm stjörnur"...

Það var hins vegar gríðarlega hressandi að fá The DOG til landsins. Sett upp drög að 30 afmæli okkar kappanna í sumar, og alveg ljóst að það verður mikið um dýrðir. Við erum a.m.k. búnir að beita útilokunaraðferðir og þetta stefnir í baráttu á milli Viðeyjar og Perlunnar. Takið frá 5. júlí nk! ... It's gonna kick ass!!!

Vona bara að ég verði ekki jafn lengi að fá myndirnar úr þessu afmæli aðeins fyrr en síðasta stórafmæli. Þær fengust ekki úr framköllun fyrr en síðasta sumar...

10.2.06

Hinar mörgu myndir Sammans

Það vita það fáir en Samminn.blogspot lifir tvöföldu líferni. Hann á sér í raun ýmsa hliðarpersónuleika sem láta allt flakka. Sem dæmi má nefna Kristilega fúndamentalistann Samma sem predikar orð Biblíunnar og Zíonista hvar sem færi gefst. Sá Sammi er með eftirfarandi bloggsíðu þar sem menn geta skyggnst inn í töfrandi heim hins eina sanna kristilega boðskapar.

Dömur mínar og herrar, ég býð ykkur upp á: samminn.blogpsot.com

Amen