Samminn

28.12.05

Civ 4

Rétt fyrir jól tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að fjárfesta í Civilization 4, nýrri útgáfu á þeim leik sem ég hef fórnað 5% ævi minnar í síðustu 15 árin eða svo. Og það lítur ekkert út fyrir að hlutfallið minnki á næstu fimmtán með þessum kaupum ...

Dagurinn í dag, í gær og í fyrradag fóru semsagt í baráttuna um heimsyfirráð. Rétt áðan murkaði ég lífið úr Aztekum, enda var kominn tími á það. Þeir hefðu nú átt að deyja út sem heimsveldi löngu fyrir árið 1915 ef maður tæki mið af sögunni eins og hún gerðist. Verst að Hersteinn kom heim áður og tók yfir tölvuna sína áður en ég gæti ráðist á Kínverjana...

Er alvarlega að spá í því að fjárfesta í góðum flatskjá fyrir borðtölvuna mína, sem er þessa stundina í frumeindum sínum hjá Metrógenginu í Hólmaslóðinni. Það virðist lítið ætla að verða úr CoD sessionum þar eins og til stóð, þannig að ætli maður sæki ekki kvikindið þangað aftur og hendi gamla skjánum í Sorpu í leiðinni. Ég bara nenni ekki að burðast með þennan litla 15" lampaskjá upp í íbúðina til þess eins að taka allt plássið á tölvuborðinu mínu. I'm sorry, we'we had our good times, but now its time to goooo.

Annars eru verkefnin nánast endalaus: nú er það komið á daginn að það er loftflæðiskynjari sem veldur gangtruflunum í bílnum mínum. Og hann er ekkert ókeypis, ef marka má viðgerðarmennina hjá Ræsi. Þeir lögðu til að ég reyndi að útvega hann sjálfur frá Þýskalandi. Einmitt.

24.12.05

Gleðileg jól

Jæja, þá er biðinni miklu að ljúka. Aðfangadagur jóla runninn upp og pakkarnir komnir undir tré! Örtröðinni og jólastressinu er að ljúka og ró að færast yfir mannskapinn. Fram undan er messa í Dómkirkjunni - að venju - og núna getum við samviskusamlega sótt hana á aðfangadag, því þetta getur vel talist vera hverfiskirkja Sammans. Hamborgarhryggurinn er farinn að ilma inni í eldhúsinu og maður getur heyrt fagnaðarópin í peptíðunum í maganum.

Ég óska öllum sem hingað líta við gleðilegra jóla og ánægjulegrar jólahátíðar. Allir leggist á eitt að borða duglega yfir sig og mæti síðan í World Class í mánuð eða svo á nýju ári - að venju.

23.12.05

Meiri geggjun

Jámm, þá er það á hreinu: Íslendingar skulda 75 milljarða króna í yfirdráttarlán. Þetta eru kvartmilljón á hvern haus í landinu. Þetta var hressandi frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag Þorláksmessu - daginn þegar þeir allra síðustu hlaupa til og kaupa - tjahh ... skuldsetja sig - fyrir síðasta plasmasjónvarpinu sem til var í BT.

Ég verð að viðurkenna að ég á mjög erfitt með að skilja þetta. Af einhverri furðulegri ástæðu finnst mér mjög óspennandi að vera háður öðrum með greiðslur og afborganir. Að taka lán upp á 17 - 20% vexti - sem virðist vera hin venjubundna vaxtaupphæð yfirdráttarlána - hljómar eins og eitthvað sem einungis fáeinir og verulega galnir einstaklingar myndi láta sér detta í hug. Og í einhverjum neyðartilvikum. En núna sér maður að þetta á við um alla íslensku þjóðina. Og er langvarandi ástand. Maður getur ekki annað en farið að velta því fyrir sér hver sé sá galni í þessu dæmi? Er það ég - sem finnst þetta vera dæmi um einhverja þá óskynsamlegustu fjármálastjórn sem fyrir finnst og ömurleg óvirðing gagnvart fjármunum og verðmætum - eða neyðist maður til að stimpla lungann af íslensku þjóðinni sem steingalna? Hvar og hvernig liggur steinninn grafinn í þessu dæmi?

Og hvernig stendur á þessu misræmi milli Íslendinga og nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum? Nágrannaþjóðir okkar - allar sem ein - virðast líta á fjármuni og peninga mjög alvarlegum augum og ofurvaxtalán - eins og má sennilega flokka yfirdráttarlán - almennt talið síðasta úrræði í einhverjum undantekningartilvikum. Við dvölina í DK upplifði maður það að fólk fjárfesti mjög treglega í hlutum nema eiga fyrir þeim, og lán fyrir hvers kyns minni háttar eigum var eitthvað sem var undantekningin. Danskurinn keypti sér þó oft flotta hluti og dýr og vönduð merki, en sjaldan nema að eiga virkilega fyrir þeim. Sparnaður og virðing fyrir fjármunum og peningum virðist innbrennt okkar helstu nágrannaþjóðir. Og oft á tíðum einum - og jafnvel allt - of mikið. Þegar maður segir öðrum Íslendingum frá er eins og þessi hugsun flúgi í gegn um hausinn á - flestum - a.m.k. nokkrum - þeirra: "djöfull eru þeir gamaldags og lummó".

Ef maður gengur út frá því að um íslensku þjóðina gildi sömu lögmál og um aðrar þjóðir á þessum hnetti, og við séum í raun alveg jafn skynsamur hópur fólks og hver annar, þá getur í raun ekki annað en ályktað sem svo að nágrannaþjóðir okkar hafi - á einhverjum tímapunkti - lent í einhverri óspennandi reynslu, sem hafi kennt þeim að virðing gagnvart fjármunum sé gulli betri og sparnaður sé skynsamleg leið til að tryggja áhyggjulausa framtíð. Getur verið að við Íslendingar séum á sömu braut og þeir áður en áföllin dundu yfir? Og eigum þannig eftir að lenda í einhverjum stórkostlegum hremmingum sem afleiðing af ríkjandi óvirðingu fyrir eigin fjármunum?

Eða á maður bara að hætta að hugsa og demba sér út í ruglið? Kannski er það bara málið...

20.12.05

Julen

Stefnir víst allt í rauð jól í ár. Siggi stormur tilkynnti það í veðurfréttum áðan, með sitt valinkunna sólheimaglott, að allar líkur væru á rigningu um jólin.

Hvenær fær maður aftur að upplifa Jólin eins og maður man eftir þeim back in the day? Hvenær var eiginlega síðast snjór um Jólin? Manni finnst hafa liðið rúmlega áratugur síðan það var almennilegur snjór um Jólin. Þegar maður sinnti skylduhlutverki sínu á Jóladag og bjó til lítið kúluhús úr snjó fyrir útikertið áður en gestirnir mættu á Jóladag. En neeeei ... ekkert svoleiðis núna. Bara venjulegur kertastjaki fyrir kvikindið. Annars er íslenskur vetur farinn að minna sífellt meira á þann danska, nema hvað það er talsvert hlýrra hér ef eitthvað er. Samt eru Íslendingar enn þá að pína sig á nagladekkjum ... what is that?!

Annars er þetta auðvitað allt saman hlýnun lofthjúps og Gogga Brúsk að kenna ... auðvitað. Lets trash the White House! Who's with me?!

19.12.05

Þus no. 1

Þus dagsins:

Ég get ekki að því gert, en mér finnst sú hugmynd Sirkusmanna að vera með slideshow með myndum af þingmönnum í dagskrárlok, með þjóðsönginn undir, einhver sú alversta í íslenskri dagskrárgerð fyrr og síðar. Vill maður ekki njóta þjóðsöngsins með mynd af einhverju sem við getum óumdeilanlega verið stolt af, og vonað að þannig sé maður staddur á eilítið hærra plani en á okkar blessuðu þingsamkundu? Ekki það að ég hafi neitt á móti okkar ágætu þingmönnum, sem margir hverjir standa sig vel og vinna góða vinnu, en plís, er ekki hægt að bjóða manni upp á eitthvað annað en slideshow af þeim við dagskrárlok? Það er óþarfi að reyna að vera öðruvísi en gamla gufan að þessu leyti ...

Þus dagsins var í boði Baugs - Baugur, álvallt beygður

15.12.05

Chuck Norris

Nokkrar staðreyndir um Chuck Norris - sennilega einn svalasti maður sem kvikmyndavélin hefur náð að fanga ... að sumra mati (courtesy Gugga frænka):

*Rather than being birthed like a normal child, Chuck Norris instead decided to punch his way out of his mother's womb. Shortly thereafter he grew a beard.

*A man once asked Chuck Norris if his real name is "Charles". Chuck Norris did not respond, he simply stared at him until he exploded.

*Chuck Norris once roundhouse kicked someone so hard that his foot broke the speed of light, went back in time, and killed Amelia Earhart while she was flying over the Pacific Ocean.

*Chuck Norris sold his soul to the devil for his rugged good looks and unparalleled martial arts ability. Shortly after the transaction was finalized, Chuck roundhouse kicked the devil in the face and took his soul back. The devil, who appreciates irony, couldn't stay mad and admitted he should have seen it coming. They now play poker every second Wednesday of the month.

*Chuck Norris was the fourth Wiseman. He brought baby Jesus the gift of "beard". Jesus wore it proudly to his dying day. The other Wisemen, jealous of Jesus' obvious gift favoritism, used their combined influence to have Chuck omitted from the Bible. Shortly after all three died of roundhouse kick related deaths.

*Chuck Norris can make a woman climax by simply pointing at her and saying "booya".

*Chuck Norris does not sleep. He waits.

*Chuck Norris once shot a German plane down with his finger, by yelling, "Bang!"

*The chief export of Chuck Norris is pain.

*Chuck Norris is currently suing NBC, claiming Law and Order are trademarked names for his left and right legs.

*If you can see Chuck Norris, he can see you. If you can't see Chuck Norris you may be only seconds away from death.

*At the end of each week, Chuck Norris murders a dozen white people just to prove he isn't a racist.

*Chuck Norris punched a woman in the vagina when she didn't give him exact change.

óspes dagur

Leiðindagur í vinnunni ... punktur. Vona að helgin verði meira hressandi og ekki síst hið kærkomna jólafrí sem ég ætla að taka milli jóla og nýárs.

Meira síðar þegar hressleikastuðullinn hækkar á ný...

Word up G

13.12.05

Á Júró 2006?

Ég er umkringdur af Eurovision-perrum, það er alveg ljóst. Í dag var tilkynnt á blaðamannafundi hvaða höfundar ættu lag í forkeppninni íslensku næsta vor og viti menn, bæði Svenster meðgrallari og Siggi Örn samstarfsmaður eru með lög og texta í keppninni svo skiptir tugum! ... eða því sem næst. Til hamingju drengir! Þið hafið í sameiningu aukið vonir manns um hressandi vetur umtalsvert!

Það var pínku broslegt að sjá þá kappa hlið við hlið í sjónvarpinu áðan, standandi eins og tveir prúðbúnir skólastrákar á bekkjarmyndinni innan um önnur mikilsverð tónskáld þjóðarinnar, eins og Önnu Mjöll, Eyva Kristjáns og Ómar Ragnarsson ... Smá Twilight Zone fílingur líka: Frekar undarlegt að sjá tvo einstaklinga sem maður umgengst á nánast dagsbasis hlið við hlið í sjónvarpinu, en hef aldrei upplifað þá saman in real life ... kinda' creepy.

En Svensterinn er með hvorki fleiri né færri en þrjú lög og Siggi Örn með eitt lag og tvo texta. Brilliant hvernig sem á það er litið. Það er því alveg ljóst að maður þarf að fara að byrja á some serious butt kissin' til að komast í Evróhópinn næsta vor til Aþenu. Og nú er ég að tala um algerlega gagnkynhneigða rassakossa!

Kannski að maður ætti að reyna að hagnast á dæminu svolítið með því að bjóða þessum herramönnum upp á smá iðnaðarnjósnir? Ég sit óneitanlega býsna nærri báðum aðilum ... svona ef út í það er farið. Fara menn ekki út í þvílíkt alvarlegar pælingar í tengslum við flytjendur, útsetningu og hvað þetta nú heitir allt saman sem er aftur mjög svo leyndó fram að keppni?! Where the devil is my hat mrs .Moneypenny?

Peace out G uhu uhu

11.12.05

Julefrokost

Fyrstu jólagjafirnar komnar í hús. Ekki seinna að vænna. Jólin eftir tvær vikur og maður er rétt farinn að átta sig á því að aðventan er byrjuð. Er reyndar að standa mig í jólaskreytingunum. Fjárfesti í hvítri jólaseríu sem ég setti á norðursvalirnar, nágrönnum mínum eflaust til gríðarlegrar gleði. Maður verður nú að leggja sitt á vogarskálarnar til að koma hverfinu í jólabúning.

Gærkvöldinu var eytt heima hjá Gautreki enum hugumprúða þar sem hann og bridsklúbburinn hans voru búnir að bjóða í julefrokost. Helv. magnað hjá stráknum. Búinn að elda þennan dýrindis hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi ... nema brúnuðu kartöflunum sem gleymdist að elda, og rauðkálinu sem gleymdist inni í ísskáp. En það gerði auðvitað ekkert til, hryggurinn og rauðvínskusan gerðu sitt og mettu litla mallakúta. Hjalti, betur þekktur sem Litli-Biggi fyrir suma, minnti okkur á eina netta Gautasögu, þegar Gauti var eitt sinn að hjóla heim eftir gott djamm úti í Köben, en var orðinn eitthvað þreyttur og ákvað að hvíla augun svona rétt aðeins ... ekki að sökum að spyrja að kappinn endaði úti í kanti og sofnaði þar í einhvern smá tíma. Til hvers að flækja málin eitthvað þegar maður getur lagt sig úti í kanti :D

7.12.05

Hressandi síðdegi

Fann fyrir óskaplegum leiða á að hjakka á bílnum í vinnuna í morgun og ákvað að rölta upp á Hlemm og kaupa mér eitt stykki gult kort. Öllum finnst ég endalaust skrítinn þegar ég segist gera þetta. Maður sé lengur á leiðinni og maður endi blautur og vorkenna manni endalaust mikið og bjóða manni far. Hvernig detti manni í hug að hanga með fátæklingunum og skólakrökkunum. Á meðan finnst mér þetta bara hressandi tilbreyting. Maður býr mjög miðsvæðis og það er stutt í flestar leiðir, það er mjög gaman að rölta um þetta svæði og ég er hvorki það óþolinmóður né óskipulagður að 5 - 10 mínútur setji líf mitt mikið úr skorðum. Allar leiðir á Netinu og vagnarnir alltaf nokkurn veginn á tíma. Svo hugsa ég einna best í gula kvikindinu, fæ alltaf einhverjar góðar hugmyndir.

Fór síðan í Örninn í Skeifunni í dag, með strætó :) , og keypti mér gore-tex hlífðarbuxur og gott ljós á hjólið þannig að nú getur maður gripið í þriðja ferðamátann ef skapið segir til. Spurning um að ganga alla leið og kaupa nagladekk á gripinn. Verst að þau kosta jafn mikið og nagladekk undir fólksbíl, eða um 5000+ krónur ... urgh.

Var í kvöld á bókakvöldi Deiglupenna. Hallgrímur Helgason og Þráinn Bertelsson voru mættir ásamt fólkinu með tjáningarþörfina í kjallara Hornsins og þar lásu þessir tveir rithöfundar úr verkum sínum. Upplesturinn lofaði góðu fyrir báðar bækurnar, en ég held að ég lesi frekar Þráinn yfir jólin. Eftir upplesturinn sköpuðust býsna skemmtilegar umræður um heima og geima, og ekki síst íslenskt samfélag í nútíð og fortíð. Ekki spillti fyrir að í Deigluhópnum eru nokkrir mjög innvinklaðir í Sjálfstæðisflokkinn og maður vissi að þeir aðilar þurftu að halda pínkulítið aftur af sér til að snúa ekki umræðunni upp í eitthvað þras. Aðrir gátu tekið undir margt sem þeir sögðu og allir voru sennilega nokk sammála um að Baugsmál/Davíðsmál væri eitthvað sem væri meira hægt að skrifa á okkur þegna landsins frekar en þá Jón Ásgeir eða Davíð sjálfa. Við sjálf þurfum að standa vaktina og tryggja að frelsið og lögin gildi um alla þegna landsins, eins og Þráinn benti á. Og ætli ég láti ekki þar við sitja í bili, best að tjá sig sem minnst um hluti sem maður hefur ekkert vit á.

óver end át

5.12.05

Helgin og meira

Svaf mikið. Gerði lítið. Skemmti mér mikið. Hljómar eins og uppskrift að góðri helgi ekki satt?! Helgin var býsna þægileg og maður náði vansveftunni úr sér síðan um síðustu helgi, þegar maður þurfti að reyna að sofa innan um 20 hrjótandi og prumpandi einstaklinga í 0 gráðu heitum skála uppi á miðjum fjöllum. Ekki vænlegt til árangurs. Kaffibollarnir hrönnuðust upp í kring um tölvuna mína í vikunni og blessuð matráðskonan fékk þá alla á bakka á föstudaginn sér til mikillar hrellingar...

Kíevfararnir ásamt Gullster skelltu sér í keilu á laugardagskvöldið eftir að hafa gætt sér á ljúffengri flatböku á Pizza Hut. Samminn landaði auðveldum keilusigri, enda þvílíkir viðvaningar sem maður átti í höggi við. Að loknum góðum sigri var ákveðið að skella sér í einn öllara á hinum alræmda Ólíver og leyfa eigin uberflottleika að njóta sín innan um annað uberflott fólk. Maður fer nú ekkert að láta sjá sig niðri í bæ innan um ljóta fólkið ... ooonei. Endaði samt innan um meðalflotta fólkið á Ölstofunni og var lengi að spá í því hvort ég ætti að gefa mig á tal við Katríni Júlíusdóttur þingkonu sem sat lengi vel ein á næsta borði. Hún er mjög sæt og með ágæt laun, að því er maður heyrir. Sleppti því nú samt, enda nóg að gera á þessu sviði þessa dagana...

Djö.... er mig farið að langa í sveran flatskjá upp á vegg. Er að pæla í því hvort maður ætti ekki að láta útbúa þunnan falskan vegg hér á endavegginn þannig að flatskjássjónvarp myndi nánast hverfa inn í hann. Síðan myndi maður aaaaauðvitað fá sér heimabíógræjur með svona gæjalegum (metrólegum) þunnum hátölurum sem myndu þá passa inn í önnur sams konar hólf við hliðina á sjónvarpinu! Super cool aber jaaaa! Mjög gay, ég veit, en samt helvíti magnað! Og svo ný húsgögn úr Epal til að toppa allt saman. Smá spurning um fjármögnun samt, en er ekki málið að skella sér bara á lán?!?