Samminn

20.4.06

Gleðilegt sumar gott fólk! ... og takk fyrir góðan vetur.

Farinn að sækja mér ís.

18.4.06

Páskaaar

Það rifjaðist upp fyrir mér að síðustu páska þurfti ég að vinna talsvert mikið þannig að þetta langa páskafrí kom þægilega á óvart.

Það er óhætt að segja að lykilorðið þessa páska var "flatmögun". Var mikið til í bústaðnum með foreldrunum og Stebba bro & fjölskyldu. Mikið étið, mikið rúntað um sunnlensku sveitirnar, mikið grisjað af viðju, mikið afslappelsi ... og ég átti það alveg skilið!

Ein spurning, er Páll Rósinkrans dottinn í ruglið aftur? ... Hann leit a.m.k. ekki út fyrir að vera alveg edrú í viðtali í Sjónvarpinu þar sem hann var að spila með Jetturunum gömlu á Ísafirði...

Og að lokum:
London calling to the faraway towns, now war is declared, and battle come down. London calling to the underworld, come out of the cupboard, you boys and girls ...

Pís át G

6.4.06

Lykill

Úff, crisis. Gamli lykillinn að bílnum nær ekki að slökkva á startsperrunni í Le-Benz. Það var eins og mig minnti að ég byrjaði að nota varalykilinn vegna þess að fjarstýringin var orðin léleg í þeim gamla. Á meðan ég kokka upp einhverja strategíu til að leysa vandamálið þá verður sá litli að bíða rólegur á stæðinu fyrir framan Nordica. Sem betur fer eru bílastæði ekki hátt verðlögð í borginni og ætli ég geti ekki verði alveg rólegur yfir þessu í bili.

Vona bara að ég finni jakkann á morgun, enda ætti Pravda að opna dyrnar fyrir djammþyrstum peroxíðdrottingum aftur á morgun, enda flöskudagur! ... Vona síðan að lykilinn sé enn í vasanum!!!

Pís át homies uhu

4.4.06

Jakkamálið mikla

Jæja, síminn er kominn í leitirnar.

Hann kom í leitirnar í dag, og forsaga málsins var sú að mamma hringir í mig í vinnuna í dag og tekur andköf yfir því að eitthvað "furðulegt lið" hafi svarað í símann. Í ljósi þess að ég hafði ekkert látið vita af mér í nokkra daga dró mín kæra móðir þá mjög lógísku ályktun að ég hefði verið numin á brott og væri haldið föngnum í dimmum kjallara ... og orðinn kynlífsgimp einhverra annarlegra perverta.

Ég prófaði sjálfur að hringja í gemsann og viti menn! ... það svarar.

Sá sem svaraði var greinilega ekki alveg edrú, en ekkert í líkingu það sem búast mátti við, í ljósi lýsinga móður minnar á síðasta samtali. Náunginn var meira að segja svo vinsamlegur að kynna sig og segja mér hvert ég gæti sótt hann. Ég auðvitað stökk til og sótti símann sem - merkilegt nokk - var staddur í íbúð á Bergstaðastrætinu, hérna rétt fyrir neðan mig á Baldursgötunni.

Þetta var merkileg heimsókn þarna í Bergstaðastrætið. Og greinilega engin kíwanissamkunda í gangi þar. Maðurinn sem kom til dyra angaði af vínlykt og hendurnar höfðu greinilega séð eitthvað action um helgina. Mér stóð í raun ekki alveg á sama og hélt mig nálægt útidyrunum. Hann var þó hinn vingjarnlegasti og lét mig fá símann án þess að mögla. Hann og félagi hans sögðust hafa fundið símann í reiðileysi á Laugaveginum fyrir framan Ellefuna. Og einn sagðist hafa fiktað eitthvað í honum. Síminn leit þó út fyrir að vera ok, þannig að ég var sáttur við það.

Þá er það bara spurning um jakkann og lyklana. Fór jakkinn út af Pravda eða var síminn einfaldlega tekinn úr jakkanum á Pravda en allt annað skilið eftir? ...

Stay tuned to find out!!

2.4.06

Helgin

Góðar samræður:

"Úff, ertu að drekka bjór klukkan tólf á sunnudegi?
- já, ég er að fara í fermingu á eftir og ég verð að vera kominn í blackout fyrir klukkan fjögur..."

Hver annar en sjálfur Geir Ágústsson mælir slíka snilld?

Orðin voru látin falla yfir borgara á Grillhúsinu í nettu þynnkuástandi. Þar rákumst við á vinkonur Hersteins sem voru þar staddar í sömu erindagjörðum.

Forsaga málsins er hressandi:

Ég kom heim eftir árshátíð Deiglupenna kl. 2 í nótt og lagði mig í sófann. Sofnaði fljótlega þar yfir misskemmtilegum tónlistarmyndböndum á Sirkus. Vakna við skarkala mikinn þegar Hersteinn og Geir æða inn í íbúðina, ölvi, eftir brúðkaupsveislu. Vakna enn betur þegar Geir sér hvar ég ligg í sófanum og æðir að mér og grípur um hausinn á mér og byrjar að narta í eyrun, á milli þess sem hann veitir mér ástarjátningar.

Það er yfirleitt gaman að ástarjátningum á laugardagsnóttum. En ekki af vörum Geir Ágústssonar.

En spurningin er enn þessi: Hvar er jakkinn minn, síminn minn og bíllyklarnir?!?