Samminn

23.7.03

Thokudagar í Torshavn í Færeyjum eru ekki óalgengir, og dagurinn í dag er engin undantekning, sem og síðustu dagar. Dvølin hjá frændthjóðinni er búin að vera býsna góð thrátt fyrir thað. Svein og vinir hans eru í fríi thessa dagana. Eru að bíða eftir einhverri svartri málningarvinnu (their ætla thó ekki að mála svart heldur bara vinna svart) sem lætur bíða eftir sér. Fóru með mig í bíltúr í gær út til Vága, thar sem eru býsna flottar og brattar eyjar, og síðan snætt í bensínstøðinni í menningarplássinu Sørvági. Auðvitað var hlustað á Tý og Orminn langa allan tímann. Kvøldin hafa síðan yfirleitt endað á Kaffi Natúr auðvitað. Thegar á botninn er hvolft eru allir búnir að vera mjøg gestrisnir og vingjarnlegir ... margir spenntir að koma í heimsókn til Borgar Óttans í haust ef Bruce Dickinson er fáanlegur til að splæsa ódýru fari á liðið frá Køben.

Jæja, ferja seinna í dag, Seyðisfjørður á morgun, og hugsanlega Borg Óttans annað kvøld ... over and át.

4.7.03

Thad er vid hæfi ad á sama ári og sídasti hlutinn í LOTR seríunni er sýndur, The Return of the King, ad thá sé Samminn einnig væntanlegur heim í konungsdæmi sitt á Landinu Kalda ... stefnt er á heimferd med ástarbátnum Norrænu, og thótt komid sé nýtt skip krefst ég sama bars og sídast, og ad their spili einnig Doors aftur og aftur til ad halda hressleikanum gangandi í sjóroki og öldum ...

Heimkoma til Borgar Óttans er áætlud 25. júlí, og verdur væntanlega mikil gledi vid thann vidburd medal thegna og addáenda Sammans.