Samminn

31.3.03

Plús vikunnar fá Hersteinn og færeyski félagi hans Svein (eða er það kannski Sveinur) sem búa á gangi 19 hérna á Kampsax. Þeir ákváðu að halda færeysk/íslenskan dinner fyrir félagana í gærkvöldi. Mér hlotnaðist sá heiður að vera boðinn í krásirnar. Það voru ekki matföng af verri endanum í boði. Frá bræðraþjóð okkar í suðri voru á boðstólum grindhvalakjöt og spik, og rastakjöt, sem er hálfmyglað lambalæri. Frá Landi elds og íss kom hangikjöt með uppstúf, eitthvað sem ég hef ekki smakkað frá því um jólin í hitteðfyrra. Alger snilld. Það sást ekki einn einasti Dani í eldhúsinu á meðan var verið að matreiða, enda lagði þennan líka góða ilm um allan ganginn á meðan. Ég lagðist nú ekki í færeyska matinn af fullum þunga, en tók nokkuð vel á hangikjötinu auðvitað.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home