Samminn

13.5.03

Ekki alls fyrir löngu bárust þær sorgarfréttir frá höfugvígi Grunge-bylgjunnar sálugu og aðsetri langlífustu persónu gamanþátta í bandarísku sjónvarpi, Seattle, að minn góði vinur og félagi í gegn um súrt og sætt í Hinum lærða skóla og Háskólanum, og Garðbæingur að auki, Andri Arnaldsson, væri búinn að fjarlægja það sem ég hef skilgreint sem uppsprettu krafta hans (The source of all his powers), nefnilega Taglið góða (takið eftir titlinum á bókinna þarna, alveg ný hlið á kappanum). Eins og ég hef sagt við hann áður að þá er þetta hverfull heimur. Ríkisstjórnir falla (nema á Íslandi þó) og heimsveldi rísa. Ekkert er fast og öll tangarhöld svíkja ... nema Taglið hans Andra. Núna er sem sagt ekkert eftir og maður spyr sig einfaldlega, hvað næst? Selur Svenni píanóið og gerist Munkur á Hornströndum? Núna er allt hægt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home