Ein mynd þess að í landi þar sem eru fjórfalt fleiri svín og grísir en menn, að þá er til spil sem kallast hinu skemmtilega og grípandi nafni "kaste griser" og gengur út á það að kasta tveimur litlum plastgrísum og vinna inn stig eftir því hvernig þeir lenda. Ef einn grísinn lendir t.d. með trínið niður í jörðinni þá fær maður 5 stig og ef hann lendir á bakinu þá eru það tvö. En ó ó ..... þeir mega alls ekki snerta hvern annan því þá er það "blødt bacon" og þú missir öll stigin þín!! Grísirnir koma síðan í lítilli handhægri öskju ásamt blýanti og blokk, og er því mjög hentugt í rútuferðalög um grísalendur Baunverjaveldis. Maður fær ómældan innblástur frá hverjum grísabúgarðinum sem þeytist framhjá og löngunin í steikt beikon lullar í maganum á meðan, og hvetur mann til að velja innlenda afurð, nefnilega grísakjöt, í hverju stoppi. Í ljósi þessa, er þá ekki ljómandi hugmynd að setja á markaðinn heima eitthvað svipað, svo sem að "kasta kindum". Ekki væri minna gaman að honum í ferðalögin heima þar sem maður þarf að dodga kindur í hverri beygju á þjóðvegi 1 og ekki síst þá er verið að styrkja þjóðernisvitund Íslendinga. Spurning hvort Guðni Ágústs í sigurvímu helgarinnar væri ekki til í styrkja slíkt framtak ?!?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home