Samminn

30.4.03

Mjög rólegur dagur í dag hjá Sammanum. Nánast ekkert augljóst að gera og maður þarf virkilega að leggja hausinn í bleyti til að finna eitthvað skynsamlegt að sýsla við. Þetta breytist vonandi á morgun, en þá fer ég og tala við stóra kalla hjá stofu hérna úti í bæ varðandi leyndó leyndó. Annars er mig farið að þyrsta í að geta farið að gert eitthvað af viti, og unnið mér inn minn eigin skilding hérna í Baunaveldi.

Eitthvað er fólk að halda því fram við Sammann að hann sé orðinn einhver sósíalisti í kjölfar yfirlýsingarinnar hér að neðan. Samminn vill þó ekki kannast við það. Samminn kennir sig við skynsemishyggju og kýs út frá því. Ef skynsemin liggur til hægri þá kýs hann það. Ef hún liggur til vinstri þá kýs hann það. En er þetta ekki allt saman á miðjunni hvort eð er ?!? Ég segi nú bara eins og Ferris Bueller forðum: "Isms in my opinion are not good. A person should not believe in an ism - he should believe in himself. I quote John Lennon: "I don't believe in Beatles - I just believe in me". A good point there. Of course, he was the Walrus".

0 Comments:

Post a Comment

<< Home