Samminn

17.4.03

Jæja, þá er maður kominn úr Borg Grænu Akranna til Borgar Trjágróðursins, öðru nafni Kóngsins Kaupmannahöfn. Og það sem meira er að þá er komið VOR í Köben. 17 gráður og sól þegar lent var í dag. Ég held að minn sé á leið niður á Nýhöfn á morgun, með viðkomu í Fælledparken og fá smá brúnkhu á kropphinn [innsk. þetta með kh og ph er mín persónulega hljóðfræðilega túlkun á Akhureyskum hreim, sbr. "ég ætla að fá khók í baukh" .... ok ok ég er hættur]. Annars var flugið gott og Snorri Þorfinnson fór vel með okkur farþegana. Mikið eru Færeyjar litlar, það tók vélina svona 5 mínútur að fljúga yfir þær ;)

Hluti Stálfélagsins var mættur á Kastrup ,[Stálfélagið er lítill hópur af hressum stelpukindum sem hangir af og til með Litlu Kútunum félögum mínum hérna við DTU, ekki til að taka á móti mér þó (svei), heldur einhverri krullhærðri blómarós sem ku vera hluti af hópnum. Ragga var þó svo væn að bjóða mér í eitthvað teiti annað kvöld, og ætli maður slái ekki til ... ekki eins og Föstudagurinn Langi bjóði upp á eitthvað mikið sem hægt er að gera af viti.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home