Samminn

7.4.03

Þá er maður á leið upp á Klakann enn og aftur. Fann þetta líka sprengifína tilboð hjá Flugleiðum, óskabarni þjóðarinnar, og greip það eftir að hafa talað við yfirvöldin heima á Markarflöt 24. Það stefnir því í að ég komist í fermingarveislu Gíselu frænku næsta sunnudag ... sem hún verður vonandi sátt við. Ekki nóg með það heldur verður Eyfirska útibú fjölskyldunnar á svæðinu á sama tíma. Ég hef ekki hitt þau síðan í júlí í fyrra þannig að það er kominn tími á að heilsa upp á þau. Öllu verra er að þau ætla að gista á Markarflötinni á sama tíma og ég, sem þýðir að það verða 8 manns í húsi á sama tíma. Spurning um að finna sér húsnæði annars staðar á meðan ... veit ekki hvort ég meika þetta.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home