Páskaeggið er gott. Ég er rúmlega hálfnaður með það og depurðin sem fylgir því að klára síðasta bitann nálgast óðfluga. Þetta er búinn að vera svaðalegur páskadagur þegar kemur að innbyrðingu gógætis. Var að koma frá nöfnu hennar mömmu minnar og fyrrum bekkjarsystur, Hlíf, og manninum hennar, sem voru svo hrikalega elskulega að bjóða Sammanum í mat. :Það voru sko ekki veisluföng af verri endanum ... skinka og bakaðar kartöflur, og rjóma/súkkulaðiterta ásamt Kaffe Latte í eftirmat. Er búinn að hneppa frá efstu tölunni á buxunum.
Hér er þess fyrir utan rjómablíða og 17 gráður, en svolítið hvasst. Ætla í kálfasíðu buxurnar mínar (sem eru eiginlega þrengstu buxurnar sem ég á, þannig að hvort það er fræðilega mögulegt að fara í þær á eftir verður helsta áskorun dagsins), finna Roskilde stólinn minn og Top Gun gleraugun mín, og stökkva út í sólina. Sí jú leiter.
Hér er þess fyrir utan rjómablíða og 17 gráður, en svolítið hvasst. Ætla í kálfasíðu buxurnar mínar (sem eru eiginlega þrengstu buxurnar sem ég á, þannig að hvort það er fræðilega mögulegt að fara í þær á eftir verður helsta áskorun dagsins), finna Roskilde stólinn minn og Top Gun gleraugun mín, og stökkva út í sólina. Sí jú leiter.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home