Íslenska sendiráðið hérna í Köben er til skammar. Pínkulítið kompa og enginn glans eða glamúr!! Hvar er hin hefðbundna óskynsemi í útgjöldum til sendiráða og sendiráðsbygginga?!? Litla módellandið Ísland á nú betra skilið, og eins gott að betri tímar eru í vændum, því opna á nýtt sendiráð Íslands við Norðurbryggjuna, í einu af gömlu pakkhúsunum þar. Þetta á víst að heita menningarmiðstöð bæði fyrrverandi og núveranandi skrælingjaþjóða Bauna, og munu Færeyingar og Grænlendingar því koma inn í þetta batterí líka. Svo er líka ljómandi stórt torg þarna fyrir framan þar sem Kaupmannahafnarborg sér fyrir sér að hún geti safnað saman öllum grænlensku rónunum og komið fyrir á einn stað burtu frá betri torgum borgarinnar ;) Vonandi opnar Skarv nýtt útibú í byggingunni, þá væri planið fullkomnað!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home