Sit fyrir framan tölvuna mína góðu, sötra kaffi og næli mér í lítið súkkulaðistykki með. Tailenski INXS diskurinn minn hljómar í bakgrunninum mínum og það lítur út fyrir að þessi 20 Baht sem ég gaf fyrir hann hafi verið kjarakaup. Engar skemmdir og bara fín kópering!!
Eins og venjulega sköpuðust góðar umræður í Kantínunni áðan um Evrópumál og önnur heimsmál. Sverrir kom með ansi athyglisverðan punkt í umræðuna um krossferð Bandaríkjanna í Miðausturlöndunum, en hún er tengd því að Bandaríkjamenn eru farnir að átta sig á því að stefnir jafnvel í algert hrun dollarsins á næstu árum vegna þess hversu margar þjóðir eru farnar að skipta út dollara sem sínum aðal viðskiptagjaldmiðli, fyrir Evruna. Sem dæmi má nefna að þjóðir sem hafa jafnvel stuðst við dollarinn sem sinn eigin gjaldmiðil eru í meiri mæli farnar að taka upp hinn sterkari gjaldmiðil sem Evran er, svo sem Panama og Kambódía. USA er því hrætt við að það stefni í mikið offramboð á dollar, og að þeir þurfi að kaupa upp mikið magn af honum til að hann hrynji ekki. Ekki bætir fyrir slæmt efnahagsástand í Bandaríkjunum og þessar vitlausu skattalækkanir sem gera sennilega illt verra (vegna þess að þeir peningar sem fólk sparar við skattalækkaninar fara mest í sparnað þegar illa árar rétt eins og nú). Írakar voru farnir að gera þetta í miklum mæli fyrir stríðið, og öll viðskipti við Rússa voru t.d. öll orðin í Evrum í stað dollars. Sumir halda því fram að þetta hafi verið ein af mörgum raunverulegum ástæðum fyrir innrásinni í Írak, og það má jafnvel velta því fyrir sér hvort þetta sé ástæðan fyrir því hvað Bretar fresta því sífellt að taka upp Evruna, til að vernda dollarinn, þar sem það er ljóst að Evran styrkist enn frekar þegar af því verður. Þessum vangaveltum verður auðvitað að taka með fyrirvara, en það er alltaf gaman að velta sér upp úr svona hlutum.
Eins og venjulega sköpuðust góðar umræður í Kantínunni áðan um Evrópumál og önnur heimsmál. Sverrir kom með ansi athyglisverðan punkt í umræðuna um krossferð Bandaríkjanna í Miðausturlöndunum, en hún er tengd því að Bandaríkjamenn eru farnir að átta sig á því að stefnir jafnvel í algert hrun dollarsins á næstu árum vegna þess hversu margar þjóðir eru farnar að skipta út dollara sem sínum aðal viðskiptagjaldmiðli, fyrir Evruna. Sem dæmi má nefna að þjóðir sem hafa jafnvel stuðst við dollarinn sem sinn eigin gjaldmiðil eru í meiri mæli farnar að taka upp hinn sterkari gjaldmiðil sem Evran er, svo sem Panama og Kambódía. USA er því hrætt við að það stefni í mikið offramboð á dollar, og að þeir þurfi að kaupa upp mikið magn af honum til að hann hrynji ekki. Ekki bætir fyrir slæmt efnahagsástand í Bandaríkjunum og þessar vitlausu skattalækkanir sem gera sennilega illt verra (vegna þess að þeir peningar sem fólk sparar við skattalækkaninar fara mest í sparnað þegar illa árar rétt eins og nú). Írakar voru farnir að gera þetta í miklum mæli fyrir stríðið, og öll viðskipti við Rússa voru t.d. öll orðin í Evrum í stað dollars. Sumir halda því fram að þetta hafi verið ein af mörgum raunverulegum ástæðum fyrir innrásinni í Írak, og það má jafnvel velta því fyrir sér hvort þetta sé ástæðan fyrir því hvað Bretar fresta því sífellt að taka upp Evruna, til að vernda dollarinn, þar sem það er ljóst að Evran styrkist enn frekar þegar af því verður. Þessum vangaveltum verður auðvitað að taka með fyrirvara, en það er alltaf gaman að velta sér upp úr svona hlutum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home