Samminn

24.4.03

Kaupmannahöfn, höfuðborg Baunverska Ríkisdæmisins er að gera virkilega góða hluti þessa dagana ... 19 gráður og sólskin dag eftir dag!! Eftir að hafa erindast niður í bæ í gær tók Samminn nett social rölt um miðborgina, og skoðaði m.a. arkítektastórvirkin Nykredit og Svarta Demantinn sem eru báðar hannaðar af Schmidt Hammer & Lassen, þeim sömu og hönnuðu 101 Skuggahverfi í Reykjavík. Þeir fá respect frá mér amk.

Eftir röltið fór ég upp á Kultorv, settist á útikaffihús, þar sem voru að spila gamlir djassgeggjarar gegn vægri ölmusu þeirra sem hlýddu á, og las í helv. góðri kennslubók í strategísku skipulagi sem ég er búinn að vera með í láni frá Binna, betur þekktum sem Johnny Blaze. Ætlaði að enda þennan góða dag á að hitta títtnefndan Binna um kvöldið á McGintys og fylgjast með Real vs ManU nema hvað það var svo gersamlega pakkað að hrökklaðist heim á leið og horfði á leikinn þar. Svei. En þetta var nú ekki leikur af verri endanum, sjö mörk í allt og prinsessan með tvö á síðustu 30 mínútunum. Magnað.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home