Samminn

25.1.03

Það er aldrei djamm án eftirstöðva. Í flestum tilfellum falla eftirstöðvarnar daginn eftir þar sem maður þarf að gjalda djammsins með hausverk og endalausri leti. Þetta á við um daginn í dag ekki síst. Kútarnir sýndu mér hvað í þeim býr þegar kemur að mála Københavnstrup rauða og við göltruðumst langt fram á morgun eftir gott rokk. Minnsti rokkarinn var nú samt Kúturinn Hlynur sem sýndi ekki dæmigerða hegðan íslendinga og var lagstur fram á borðið að fá sér blund rétt rúmum klukkutíma eftir að hann draup á fyrstu etanólblöndunni.

Í gærkvöldi hóft fjandsamleg yfirtaka samminn.blogspot á Dansk Øl og gaf góða raun. Mér tókst að skapa sundrungu meðal einstaklinga vefjarins á snilldarlegan hátt og undir lokin lá við handarlögmálum þeirra í millum meðan ég hló og fylgdist með (þið skiljið....... svona Dr. Evil hlátur ....." muhahahaha muhahahaha"). Planið heppnaðist með góðu liðsinni Daða bon Jovi, Afríkufara og reikimeistara, þegar hann lagði til að Samminn myndi taka aftur við formannsembættinu í Íslendingafélaginu. Hjalti P. lagði sínar árar á bátinn og undir eins var Gauti prez undir stórskotahríð allt kvöldið. Sundrungin var alger, það er eins og Sesar gamli sagði, að deila og drottna færir þér sigur. Dansk Øl verður brátt mín!!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home