Samminn

23.1.03

Bloggbuster, það er ég?

Grundvöllurinn fyrir þessari bloggbuster síðu sem ég held úti var frá byrjun að segja frá gangi mála á heimshornaflakkinu og leitinni að sjálfum mér ;) í SA Asíu. Núna þegar ég er kominn aftur í gamla farið hérna í Köben fer maður að efast um heilbrigði þess að nördast með þessa bloggsíðu áfram. Að blogga um ekki neitt er nátttrulega hreinasti nördismi og lýsir sennilega einhverri duldri þrá sem leynist í hverjum manni að deila reynslu sinni með öðrum. En þegar reynslan er orðin ekki merkilegri en það að maður kíkir af og til í kantínuna að fá sér að borða eða skellir sér út í búð að kaupa í matinn fer maður að efast um að vera bloggbuster. Er fólk sem hefur þessa óstjórnlegu þörf fyrir að blogga um allt sem kemur fyrir það, allt frá slæmri klósettferð upp í geimferð, fullkomlega heilbrigt? Er þetta vonin um einhvers konar frægð og frama? Dunnó, það hefur amk tekist hjá litlu nördastelpunni Katrínu sem bloggar um reynsluheim sinn í tölvuverkfræði og badminton. Skemmtilegustu bloggbusterarnir eru samt að mínu mati Litlu kútarnir í matlabverkfræðinni hérna. Ég er strax kominn með plan um fjandsamlega yfirtöku samminn.blogspot.com á Dansk Øl ;)

Ég hugsa samt að ég haldi þessum nördaskap áfram samt. Maður á fullt af ættingjum, vinum og dyggum fylgismönnum heima á Klaka sem vilja óðir og uppvægir heyra hvað á daga mína drífur. Ég er farinn út í búð!!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home