Samminn

10.11.02

Auðvitað tók Samminn sig til og rúllaði yfir fyrirlesturinn eins og ekkert væri léttara, baunaði ensku allan tímann með Texas hreim þannig að kennarnir voru orðlausir svo gott sem. Það kom á daginn sem ég vissi svo sem allan tímann að Verkefnið er tímamótaverk í skipulagssögu heimsins og á örugglega eftir að verða hyllt álíka og The Wealth of Nations með tíð og tíma, ekki spurning. Fyrirlesturinn heppnaðist gríðarvel og það mætti slatti af liði að fylgjast með, s.s. Íris Þ., Frissi, Kalli Fúsa, Binni (meðhjálpari), Júlli, pabbi auðvitað og fleiri. Spurningarnar voru allar svaraverðar og ég átti í engum vandræðum með að svara.

Núna er sunnudagur og ég er nýbúinn að skjóta pabba út á völl. Í gærkvöldi fórum við á Julefrokost í Jónshúsi sem FÍVDTU hélt og Gauti Lilleste stjórnaði af þvílíkum myndarskap. Öllum að óvörum var gleðipinninn og stuðboltinn frá Kökkenfestinu mættur á svæðið, jafnvel þótt Binni væri ekki. Að venju byrjuðu allar setningar á "ég" og snakkað allt kvöldið um skilnaðinn við kærustuna. Guðmundur Albertsson! ........ ég hef aldrei hitt jafn leiðinlegan mann á ævinni. Hrúðurkall í leit að hval. Hann slær út Stinna og "félagann" í verkfræðinni heima á Íslandi og er álíka egocentric og Hrefna dúx úr MR forðum. Sem sagt ...... combation from hell. Fyrir utan það þá minnir hann mann á karakterinn úr Beetlegeuse með Michael Keaton sem var með svona lítinn krumpaðan haus á venjulegum líkama, nema hvað líkaminn er líka lítill og krumpaður. Ég legg það nú ekki í vana minn að rakka niður fólk og það er einungis rétt handfylli af fólki sem ég tek mér það bessaleyfi að gagnrýna á opnum vettvangi (sbr. að ofan) , en vá, þetta slær öll fyrri met (hvernig ætli þessa kærasta hans sé?!?!?!?). Nóg um það. Eftir Julefrokost var lagt í'ann niðrí bæ og endað á Skarfinum sem, mér til mikilla vonbrigða, er ekki lengur færeysk/grænlenskur. Búið að taka allar landslagsmyndirnar og veiðigræjurnar. Svei! Öllum til ómældrar ánægju var pabbi samt með okkur allt kvöldið og við feðgarnir tókum leigara um tvöleytið eftir góðan túr.

Eitt skyggði á gleðina en hún Amma Lullú dó loks föstudagsnóttina. Mamma hringdi í okkur á laugardagsmorgun og sagði okkur að gamla konan hefði endanlega gefið upp öndina í svefni um nóttina enda var hún búin að vera sérstaklega aum núna síðustu viku og við vorum búin að búast við þessu í lengri tíma. Það á að jarðsetja á mánudaginn þarnæsta og mig auðvitað dauðlangar að mæta í jarðarförina og vera kistuberi. Ég ætla að tékka á því hvort ég geti frestað utanförinni til Asíu um kannski fimm daga til að geta mætt, en ég efast um að ég geti það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home