Samminn

31.1.03

Ég fór í annað skipti á ævinni á tískusýningu á gærkvöldi. Þar var stórefnið Íris Bjarna að sýna afurðir vetrarins og lokaverkefna í fatahönnuninni ásamt öðrum 8 stelpum (af hverju eru það bara stelpur? Svei, neo-kynjamisrétti). Sýningin var flott og ekkert módel datt á sviðinu (ég neyddist til að splæsa bjór á Tryggja Nielssen þar sem ég tapaði veðmálinu) og heldur ekki nein með júllurnar upp úr, það var auðvitað svekk. Þar var t.d. sigurvegarinn úr TopModel sem var á TV2 í sumar. Mamma Írisar, fyrrum dönskukennarinn minn úr Gaggó, hún Ragnheiður (og svilkona bróður pabba, ef ég hef allt á hreinu) og öll nánasta fjölskylda var á svæðinu auðvitað.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home