Samminn

15.11.02

Þá er allt svo gott sem klappað og klárt. Bakpokinn er að verða fullur og ræðumeðalið komið djúpt niður. Ég var að mausa í því áðan að útbúa keðjulás á pokann þannig að ég geti læst pokann fastan við hluti þannig að hann sé ekki nappaður meðan ég er að bora í nefið eða glápa á stelpur. Could happen!

Verð að vakna snemma í fyrramálið til að taka til í herberginu fyrir hana Ásdísi litlu sem ætlar að vera í því fram að jólum, strákunum á ganginum til ómældrar ánægju auðvitað. Síðan kíkir maður auðvitað niður í Kantínu á leiðinni út á völl. Maður sleppir nú ekki möguleikanum á flæskesteg þótt maður sé á leið á framandi slóðir matar og menningar oooonei.

Feit flugferð framundan. Trölli er að vinna í því að skipuleggja mótttökuathöfnina í Síngapúr. Það verður væntanlega kampavín og fagrar meyjar þegar þvílíkur stórvesír eins og ég ákveður að sækja heim smáríki eins og Síngapúr. What is that?!? en svona sirríösslí að þá er ekki einu sinni víst að Trölli sé til að taka á móti mér og plan B er auðvitað að bara redda sér sjálfur þá. Ég er nú samt með 600$ á mér sem hann á þannig að það yrði bara hans tap!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home